Gott kökukrem.

Ég elska hvítt súkkulaði og ég elska smjörkrem, þegar að þessu er svo blandað saman verður úr því stórkostlegt krem. Ég sá uppskrift af þessu kremi á flakki mínu á internetinu, ást við fyrsta smakk. Þetta krem er agalega gott og ég nota það mjög mikið. 
  • 230 gr. Mjúkt smjör
  • 4 dl. Flórsykur
  • 200 gr. Hvítt súkkulaði (droparnir frá Nóa-Siríus )
  • 2 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
Flórsykrinum og smjörinu er blandað vel saman í nokkrar mínútur. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og síðan kælt í smá stund. Súkkulaðinu og vanillu extract er því næst bætt saman við blönduna og blandað varlega saman en mjög vel í 3-4 mínútur. 
Það er ansi skemmtilegt að bæta nokkrum dropum af matarlit saman við ef þið viljið litríkar kökur.
Mér finnst kremið dásamlegt, ég nota það nánast alltaf þegar ég er að baka. Mér finnst best að kæla kremið í ca. 20 mínútur áður en að ég nota það. 
                                                        

Endilega deildu með vinum :)