Að gera vel við sig á þriðjudagskvöldi

 Ég veit fátt betra en nýbakaðar smákökur og ískalda mjólk, gerir líka lesturinn á kvöldin þeim mun skemmtilegri. 
Hnetusmjör  + möndlur + súkkulaðibitakökur. Ég á eftir  að finna gott orð yfir þessa dásemd, þessar kökur voru ljúffengar og mæli ég hiklaust með því að þið prufið..
En hér kemur uppskriftin.. 
165 gr. Hveiti
1/2 tsk. Matarsódi
1/2 tsk. Salt 
175 gr. Smjör við stofuhita 
115 gr. Sykur
115 gr. Púðursykur
4 msk. Hnetusmjör (ég notaði gróft frá Sollu) 
1. Egg 
1. Tsk. Vanilludropar eða vanillusykur
150 gr. Súkkulaðidropar
50 gr. Hakkaðar möndlur
Byrjuð á því að stilla ofninn á 190° 

 Næsta skref er að blanda saman smjörinu, sykrinum og hnetusmjörinu í um það bil fjórar mín. Eftir fjórar mín bætum við einu eggi saman við og blöndum í fimm mín. 

 Fallegt. Súkkulaði &  möndlur 
 Hveitinu, saltinu, vanilludropunum og matarsódanum er bætt saman við og blandað vel saman í nokkrar mín. 
 Síðast en ekki síst bætum við súkkulaðinu og möndlunum saman við með sleif.. 
 Sjá hvað þær eru sætar.. inn í ofn í 8 – 10 mín við 190°C

Góð kvöldhressing Ég naut þess að borða þær með ískaldri mjólk. 
Góða nótt kæru lesendur
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *