- 500 gr. Fínmalað spelt
- 500 gr. Grófmalað spelt
- 5,5 dl volgt vatn
- 50 g Ger (ýmist ferskt eða þurrt)
- 1tsk. salt
- 100 g Feta ostur. (ég notaði ca. heila krukku af fetaost í saltlegi)
- 2 msk. Ólífu olía
- Handfylli af ferskum graslauk
Deigið látið hefast í um það bil 30.mín (ráð frá mömmu að setja skálina ofan í ágætlega heitt vatn, hjálpar til við hefinguna)
Svona leit þetta út eftir hefun og hnoðun í smá stund (ekki rétt orðalag, ég veit 🙂
Svo er deiginu rúllað út og ég skipti því í tvo hluta.
Fylling.
- 200 gr. Philadelfia ostur. (ég notaði með hvítlauk og kryddblöndu)
- 100 gr. ostur
- 100 gr. skinka (ég notaði kalkúna, en hægt er að nota hvaða skinku sem er)
- 100 gr. Brokkolí
Deiginu rúllað upp í eina góða lengju sem síðan er skipt í ca. 12 bita eða fleiri, fer bara eftir því hvað þið viljið hafa bitana stóra.