260 gr. Speltmjöl ( 130 gr. gróft og 130 gr. fínmalað)
25 gr. Ger
2.5 dl. Heitt vatn
2 msk. Ólífu olía
2 tsk. Santa María kryddblanda
1 msk. Graslaukur
50 gr. Fetaostur
Fylling:
1oo gr. Fetaostur
150 gr. Philadelphia rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði.
3 tómatar, skornir smátt niður
Santa María kryddblanda
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C
- Blandið þurrefnunum vel saman, hellið vökvanum út í og hrærið vel í nokkrar mínútur.
- Látið deigið hefast á hlýjum stað í 30 – 40 mínútur. (Gott er að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í)
- Hnoðið vel deigið og fletjið út. (Gott er að setja smá hveiti undir deigið svo það festist ekki við borðið)
- Deigið er smurt með philadelphia rjómaostinum og tómötum er síðan bætt við sem og kryddblöndunni. Ca. 1 msk.
- Lokið brauðinu og penslið með smá smjöri.
- Inn í ofn í ca. 30 mínútur.
Stráið smá hveiti yfir deigið
Ferlega gott brauð sem á alltaf vel við.
Vonandi eigið þið góðan sunnudag og njótið þess að slappa af svona rétt áður en að ný vika hefst.
xxx
xxx