Brownie með súkkulaðikremi og jarðaberjum.

 Ég er súkkulaðifíkill eins og svo margir aðrir. Mér finnst fátt betra en eftir góða máltíð að fá smá súkkulaði. Það allra besta er verulega djúsí súkkulaðibrownie með súkkulaðikremi og jarðaberjum.
Hér kemur uppskriftin:
230 gr. Smjör
 500 gr. Sykur
4 Egg
 150 gr.  kakó
 1 tsk. Salt
 1 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Kaffi
 1 tsk. Vanilla Extract (eða vanilludropar)
 170 gr. Hveiti
230 gr. Súkkulaðidropar
Aðferð:
Byrjum á því að hita smjörið við vægan hita um leið og smjörið er búið að bráðna þá tökum við pottinn af hellunni og bætum sykrinum saman við og hrærum ansi vel í. Svo setjum við pottinn aftur á helluna og leyfum þessu að vera í um 20 – 30 sekúndur við vægan hita.  Því næst pískum við eggin  í sér skál í um það bil 30 sekúndur, bætum síðan við vanilla extract, lyftiduftinu, kakóinu, kaffinu og saltinum saman við og hrærum vel í með sleif. Athugið að deigið er svolítið þykkt en það verður betra um leið og við bætum smjör/sykrinum saman við. Hveitinu er svo bætt saman við og síðast en ekki síst súkkulaðidropunum. Svo er það bara að setja deigið í form, ég notaði frekar stórt eldfast mót en það er í raun hægt að nota hvaða form sem er, fer eftir því hvað þið viljið hafa kökuna þykka. Mér finnst best að setja bökunarpappír í botninn, þá verður auðveldara að losa kökuna að bakstri loknum.
Inn í ofn við 180°C í 30 mínútur.
Um leið og kakan er komin út úr ofninum þá er gott að setja hana í kæli um það bil klukkustund.
Á meðan að kakan er að bakast og ilmurinn um húsið verður dásamlegur þá er best að útbúa kremið góða.
Ljúffengt súkkulaðikrem
100 gr. Smjör
150 gr. Súkkulaðidropar
100 gr. Flórsykur
50 gr. Kakó + msk heitt vatn
1 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
Bræðið súkkulaðihnappana og kælið síðan í 30 sekúndur (Hrærið í á meðan svo súkkulaðið verði fljótandi og fínt) Setjið smjör og flórsykur í hrærivél (Mikilvægt að smjörið sé mjög mjúkt)  Hrærið þessu saman í fjórar mínútur , hellið síðan súkkulaðinu saman við og blandið þessu vel saman í um það bil tvær mínútur. Ég setti kakó í sér skál og blandaði vatninu saman við, þá verður súkkulaðið dekkra og að mér finnst betra. Svo er þessu blandað vel saman og inn í ísskáp í um það bil 15 – 20 mínútur. Þá er þetta tilbúið til þess að skreyta fínu kökurnar.

Það er ansi gott og fallegt að skreyta kökurnar með berjum.

 Bráðnað súkkulaði fyrir kremið góða.

Yndislega súkkulaðikremið. Er nokkuð fallegra?

Mæli með að þið prufið.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

  • þessi var æði, fór reyndar að rugla saman myndinum frá kreminu og deiginu á kökunni, en þetta var allveg frábært, þurfti bara að hafa hana aðeins lengur inni ofni og svo varð deigið hjá mér soldið þykkt, hefði ég átt að nota meira smjör ?

    væri frábært ef þú ættir myndir af þegar þú ert að gera kökuna, finnst ég ekki getað bakað lengur ef það eru ekki myndir eftir að ég fór að baka eftir uppskriftonum þínum hehe 🙂

  • Frábært að heyra kakan hafi verið góð 🙂

    Ég á ekki myndir – en ég efast nú ekki um annað en að ég baki þessa fljótlega og þá smelli ég nokkrum myndum af. Ég er sammála þér, mér finnst mun skemmtilegra að fylgja mörgum myndum þegar að ég er að baka 🙂

    Kær kveðja

    Eva

  • Er kakómagnið rétt í uppskriftinni? Fer virkilega samtals 200 gr. af kakói í köku og krem?

    Kv.
    Sigrún

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *