French Toast
- 4 stórar brauðsneiðar
- 4 egg
- 2 dl rjómi
- 2 msk. appelsínusafi
- Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið
- ½ tsk kanill
- 1 tsk. Vanilludropar
- Fersk jarðarber
Aðferð:
- Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar.
- Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur.
- Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni.
- Berið brauðið fram með ferskum jarðarberjum og hlynsírópi. Njótið vel!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.