Föstudagshuggulegheit

 Ég er komin í sveitina ásamt ansi góðu fólki, litli bróðir minn og hans kærasta komu með okkur Hadda í sveitina. Við byrjuðum auðvitað á því að fá okkur góðan göngutúr og skoðuðum Seljalandafoss. 
Ég og Brynja völdum ekki sniðuga skó fyrir göngutúrinn, en það er nú önnur saga.

 Það er svo ansi skemmtilegt að labba bakvið fossinn. Dásamlegt umhverfi. 
 Þegar að við komum heim þá var okkur fremur kalt svo ég ákvað að gera heitt súkkulaði með jóla ívafi.

Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá mjólkinni og bætti við nokkrum bitum af dökku súkkulaði og nokkrum tsk. af sykri.  Þeytti rjóma til þess að hafa með, það er alltaf tilefni fyrir rjóma og rjóminn gerir heita súkkulaðið enn betra.  lokum dreifði ég smá súkkulaði íssósu yfir rjómann. Ég mæli svo sannarlega með þessu súkkulaði á köldum haustdögum. Það er fátt betra.

Greyið Brynja er örugglega enn að venjast því að kærastinn hennar eigi ansi skrýtna systur. 

Ég vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi kæru vinir 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *