Fimm myndir

Ég er nú örugglega ekki sú eina sem þrái sólina og sumarið. Í janúar þá er mjög freistandi að skoða utanlandsferðir og láta sig dreyma um huggulegheit. Ég tók saman nokkrar myndir frá því í fyrrasumar sem var ó svo dásamlegt!

Um 40°C stiga hiti í New York. Ég var búin að ráfa svolítið lengi um borgina þegar að ég loksins fann Magnolia bakaríið. Þar féll ég í kökuhimnaríki. Ég keypti mér kökur, kökubók og límonaði. Rölti yfir í Central Park, sat í garðinum í langa stund. Borðaði köku í dásamlegum garði og naut þess að vera til.
 Uppi á þaki á hótelinu í Boston í ansi miklum huggulegheitum.
 Í fyrsta sinn í Kanada og túristinn dreif sig auðvitað upp í CN turninn. Magnað útsýni og veðrið var guðdómlegt.
Hvítvínslunch með yndislegum vinum á góðum degi í sumar. 
Að ferðast um landið okkar er algjörlega toppurinn.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *