Flokkurinn á Akranesi frumsýndi söngleikinn Blóðbræður eftir Willy Russell þann 28.apríl.
Söngleikurinn er einn af vinsælustu söngleikjum sem settur hefur verið upp síðustu áratugi og verið stanslaust á fjölunum á West End í Englandi síðan 1988. Verkið er bráðskemmtilegt og galsafullt þótt undir niðri liggi djúp og áhrifamikil saga.
Galító veitingastaður á Akranesi býður upp á þessa dagana girnilegan þriggja rétta Leikhúsmatseðill.
Galító er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér. Þangað fer ég ansi oft hvort sem það er í hádeginu, um kaffileytið eða á kvöldin. Það er ávallt hægt að ganga að því vísu að fá góðan mat og njóta þess að vera í huggulegu umhverfi.
Að því tilefni ætla ég að gefa einum heppnum lesenda gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á Galító og í leikhús á sýninguna Blóðbræður.
Það sem þú kæri lesandi þarft að gera til þess að eiga möguleika á því að næla þér í gjafabréfið er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í
athugasemdakerfið og gefa blogginu like á Facebook.
athugasemdakerfið og gefa blogginu like á Facebook.
Ef þú hefur nú þegar gefið blogginu like á Facebook þá er nóg að setja nafn og netfang í athugasemdakerfið.
Ég dreg út heppinn vinningshafa þann 2. maí.
Ég fagna því að hægt sé að njóta góðrar menningar á Akranesi og hvet ykkur til þess að njóta hennar.
Eva Laufey Kjaran
www.midi.is – Hér er hægt að fá upplýsingar um sýningatíma og miðapantanir. .
www.galito.is – Glæsilegur veitingastaður á Akranesi