Eldhúsbreytingar

*Færsla unnin í samstarfi við Granítsmiðjuna

Fyrir nákvæmlega ári síðan fluttum við fjölskyldan upp á Akranes eftir þrju góð ár í Reykjavík. Ástæðan var einfaldlega sú að hér býr allt okkar fólk, við Haddi erum bæði fædd og uppalin á Akranesi og við vildum auðvitað að Ingibjörg Rósa væri nálægt sínu fólki og myndi alast upp hér. Svo spilaði það ansi stórt hlutverk að við seldum fínu íbúðina okkar í vesturbænum og gátum keypt okkur einbýlishús með dásamlegum garði í rótgrónu hverfi hér á Akranesi. Það er líka bara svo gott að búa hér, við keyrum á milli daglega í vinnu til Reykjavíkur og það er ótrúlegt hvað það hefur vanist vel og er lítið mál í sjálfu sér. Vonandi er ég búin að smita einhvern af skagaflutningum 🙂

En nú ætla ég að tala um eldhús við ykkur! Það var nýbúið að skipta um eldhúsinnréttingu þegar við fluttum inn í húsið okkar og ég hef fengið ótal fyrirspurnir hvaðan eldhúsið sé en það er fyrirtækið Brúnás sem hannaði eldhúsið. Það eina sem mig langaði að gera var að færa helluborðið og skipta borðplötunni út fyrir stein. Við skoðuðum úrvalið hjá Granítsmiðjunni og kolféllum fyrir Kvarts sem er náttúrulegur steinn samansettur úr hreinum kísil og súrefni. Við völdum týpuna Noble Carrara sem er að mínu mati guðdómlega fallegur steinn.

Þjónustan hjá Granítsmiðjunni er til fyrirmyndar og þetta tók alls ekki langan tíma, enda var ég mögulega með smá sérþarfir afþví upptökur í eldhúsinu áttu að hefjast tveimur vikum eftir að ég tók þá ákvörðun að skipta um borðplötu (já ég er alltaf með vesen, hehe).

Ég get ekki lofsamað steininn nægilega vel en hann gjörbreytti eldhúsinu og það er frábært að vinna á steininum, það er ekki að hægt að líkja því saman við borðplötuna sem var fyrir. Kvarts steinninn þolir hita og mikið álag sem er gott því ég er mjög mikið í eldhúsinu og elska að þrífa steininn eftir matarsstúss – eitthvað sem ég hélt að ég myndi sennilega ekki segja upphátt en það er einstaklega þægilegt og auðvelt að þrífa steininn sem skiptir auðvitað miklu máli.

Eldhúsið var mjög fínt fyrir en eins og ég segi þá gjörbreyttist það eftir að við stækkuðum plötuna aðeins, settum barstóla í stað þess að vera með lítið eldhúsborð og nú vísar helluborðið í átt að stofunni þannig ég er með fólkinu mínu þó svo að ég sé að elda – þ.e. ég sný ekki upp við vegginn sem mér þykir hálf ómögulegt. Eldhúsið er mun veglegra með tilkomu steinsins og ég hefði ekki trúað því hvað hann ætti eftir að breyta miklu. Mæli þess vegna þúsundfalt með Kvarts steininum hjá Granítsmiðjunni og hvet ykkur sem eruð í eldhúspælingum að skoða úrvalið hjá Granítsmiðjunni.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *