Jæja! Þá er sinna þessu blessaða bloggi :o)
London var yndisleg – einsog við mátti búast. Ég og Maren systir flugum saman og hittum restina af famelíunni í London (þau flugu frá Noregi) ansi indælt að hitta þau einsog alltaf.
Gátum ekki verið heppnari með betra veður – alveg yndislegt, sól og hiti allann tímann. Ég elskaði það að vera í kjól/stuttbuxum og bara í þunnri peysu með! Enginn 66° norður úlpa!
Ég elska London/Bretland – klisjukennt en.. mér líður meira einsog ég sjálf þegar að ég er þar, finnst best að dunda mér ein, sitja tímunum saman á kaffihúsum með góða bók eða tímarit, í þæginlegum fötum.. og án þess að hafa áhyggjur af einu né neinu. Vera bara ein í aragrúunni af fólkinu – enginn að pæla í neinum nema sjálfum sér. Mér líður allavegana mjög vel þar og hlakka til að fara út aftur. En mér líður líka voðalega vel hér heima… og heima er best. Þannig er það bara.
Það var MIKIÐ borðað „ein múffa á dag kemur skapinu í lag“ hlegið, verslað og fyrst og fremst notið þess að vera í fríi með fjölskyldunni. Þrátt fyrir að samviskubitið varðandi lærdóminn nagaði mig pínulítið – en las þó eitthvað. Ooog lífið er núna – bækurnar fara ekki neitt en tækifærið á að vera með fjölskyldunni í fríi þykir mér mikilvægara =) Pabbi gamli varð líka fimmtugur á meðan að við vorum úti
Eeeeen núna er upplestrarfrí svo ég geri ekki mikið meira heldur en að læra og hugsa um hversu ljúft það var í London – og hvað ég hlakka til jólanna! Yes u heard me….. alltaf gott að hlakka til einhvers.
En ég ætla að láta þetta nægja í bili – landsleikurinn stendur jú yfir og Ronaldo að gera landann kreisí. Verður maður ekki að fylgjast með þessu og styðja okkar stráka… áfram Ísland!
Eva