Cupcakes skreytingar og ljúffengar Vanillu cupcakes.

Ég fékk margar fyrirspurnir um það hvaða stút ég notaði til þess að búa til rósir og hvernig maður býr til svona rósir svo ég tók nokkrar myndir sem vonandi sýna ykkur hversu auðvelt það er að laga svona fallegt kökuskraut. 
Ég nota stút frá Wilton númer 2D.

Ég fékk hann í Noregi og er því miður ekki viss hvar hann fæst hér, en endilega ef það er einhver sem veit það þá má sá hinn sami endilega deila því með mér og okkur. 
Mér finnst þessar rósir einstaklega fallegir. 
Ein og sér á cupcakes eða margar saman og búa þannig til blómvönd

Þegar að ég bý til margar saman þá grunna ég kökuna fyrst með kreminu og geri svo rósirnar.
Með því þá festast þær betur.

Gott er að setja kökuna í kæli þegar að þið eruð búin að skreyta kökuna, því kremið er misjafnlega stíft og það væri heldur leiðinlegra ef skrautið færi að leka. 
Í dag lagaði ég vanillu cupcakes með vanillusmjörkremi
Vanillu cupcakes

250 gr. Sykur
140 gr. Smjör
2 Egg
250 gr. Hveiti
1 1/2 msk. Vanilla Extract
1 tsk. Lyftiduft
1 – 2 dl. Mjólk
Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 
Sigtið saman hveiti og lyftiduft amk. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, vanilla extract og mjólkinni saman við og blandið mjög vel saman í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk.
Setjið í cupcakes form og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur. 
Kælið alveg að bakstri loknum og skreytið með góðu kremi. 
Smjörkrem:

230 gr. Mjúkt smjör
5 dl. Flórsykur
2 tsk Vanilla Extract
2 msk. Mjólk
Ég skipti kreminu í tvo helminga og lét smá bleikan matarlit í annan helminginn. 

Helmingur hvítur og helmingur bleikur. 
Kemur sérlega skemmtilega út á kökunum.
 Fallegar vanillu cupcakes. 

 WILTON 2D Stútur

                                      Nr. 1                                                                 Nr.2

                                         Nr.3                                                               Nr.4

                                 Nr.5                                                                    Nr.6

Yndislegar. 
 Glimmer sem er algjör snilld. Fæst m.a. í Hagkaup

 Fallegar cupcakes og fallegar rósir. 
Skemmtilegt að bera þær fram. 

Ég vona að þið njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)