Korter í kvöldmat er nýr liður á blogginu en í þessum færslum ætla ég að deila með ykkur einföldum og ofur góðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera mjög fljótlegar. Fyrsti rétturinn sem ég ætla að deila með ykkur er ljúffeng bleikja í teriyaki sósu. Ég eldaði þennan rétt í síðustu viku, þá var ég í próflestri og hafði ekki langan tíma til þess að stússast í matargerðinni. Það kannast eflaust flestir við að lenda einhvern tímann í tímaþröng um kvöldmatarleytið og það þarf ekki endilega að koma niður á gæði matarins, við þurfum bara að velja fljótlega og einfalda rétti og þessi er einn af þeim. Bleikja í Teriyaki sósu með ristuðum sesamfræjum Einföld matargerð Áætlaður tími frá byrjun…