Archives

Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti

Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti Uppskrift Ólífuolía 1 rauðlaukur 1/2 rautt chili 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif salt og pipar 2 kjúklingabringur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 mexíkóostur 1 dl vatn Kóríander Tortilla kökur Rifinn mozzarella Sýrður rjómi Salsa Aðferð Hitið olíu á pönnu, skerið niður grænmetið. Steikið laukinn í smá stund, bætið paprikum og chili út á pönnuna. Pressið hvítlauksrif og bætið þeim einnig út á pönnuna. Steikið kjúklingabringurnar á annarri pönnu eða eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur. Kryddið bringurnar með kjúklingakryddi. Rífið bringurnar niður og bætið út á pönnuna. Hellið tómötum og tómatmauki saman við. Kryddið til með salti, pipar og smátt söxuðum kóríander. Skerið mexíkó ostinn í litla bita eða rífið niður, setjið...

Föstudagspizzan að hætti Ingibjargar Rósu

Og hjartaði mitt bráðnaði gjörsamlega. Við byrjuðum helgina á pizzabakstri og þetta var í fyrsta sinn sem Ingibjörg Rósa hjálpaði mömmu sinni, þetta verður okkar fasti liður á föstudögum. Matargerðin verður milljón sinnum skemmtilegri þegar maður fær svona góða aðstoð og mér þótti svo ánægjulegt að sjá hvað litlan mín naut sín. Hún er að verða tveggja ára í júlí og allt í einu er hún orðin svo fullorðin, farin að tala mikið og skipa okkur foreldrum sínum fyrir hægri vinstri haha. Í fyrsta pizzabakstrinum okkar saman þá bökuðum við einfalda pizzu sem allir á heimilinu geta borðað, margarita var á boðstólnum en móðirin fékk að lauma hráskinku á sinn hluta. Við elskum þessa pizzu og sérstaklega pizzabotninn, mjög einfaldur og allir geta bakað hann….

Tryllingslega góð ostaídýfa

Nú eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu, það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en hann gefur sósunni mikið bragð og er einstaklega fallegur á litinn. Það tekur enga stund að útbúa sósuna og ég þori að veðja að þið eigið eftir að slá í gegn með því að bjóða upp á hana með góðu snakki. Ég mun tvímælalaust gera sósuna aftur og aftur!  En hér er uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. Æðisleg ostaídýfa borin fram með Doritos flögum Hráefni: 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 rautt chili…

Þrjár guðdómlegar pizzur

Í síðustu viku átti ein af mínum bestu vinkonum afmæli og það vildi einnig þannig til að sama dag var fyrsti þátturinn af nýju matreiðsluþáttunum mínum að byrja, það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að bjóða heim í pizzapartí og smá freyðvínsdrykkju. Þegar ég fæ fólk heim í mat þá elska ég að bera fram einfalda rétti, ég nenni ómögulega að standa sveitt þegar gestirnir mæta og vil heldur hafa þetta afslappað og þægilegt. Það er líka mikill plús að bjóða upp á mat sem þú getur undirbúið með svolitlum fyrirvara. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast að bjóða upp á eru pizzur á nokkra vegu, það er brjálæðislega einfalt og slær alltaf í gegn. Ég bauð stelpunum upp á þrjár…

Geggjað kjúklingapasta með heimagerðu pestó

Ég átti frábæra helgi með fólkinu mínu, en helgin byrjaði á vinkonudekri á Hótel Grímsborgum sem var algjört æði og ég ætla að segja ykkur betur frá því í vikunni. Svo fórum við fjölskyldan á Akranes og skutluðumst síðan á Hvolsvöll. Það var svo gott að komast aðeins í sveitina, leika við Ingibjörgu Rósu og almennt njóta. Allavega á milli þess sem ég vann í lokaritgerðinni sem ég og hópurinn minn skiluðum af okkur í gær og á morgun verjum við ritgerðina og þá er komin smá skólapása. Ekki nema einn áfangi eftir og því sé ég glytta í sumarfrí í skólanum… sem verður kærkomið.Þetta var semsagt mjög góð helgi og ég vona að þið hafið öll notið hennar. Nú er hins vegar komin ný…

Frískandi berjaboozt

Frískandi berjaboozt  kemur manni í stuð, ég er að segja ykkur þetta satt. Þessa dagana er ég að vinna í nýjum þáttum og að klára lokaritgerð í viðskiptafræðinni. Ég þarf þess vegna góða orku til að koma mér í gegnum annasama daga. Boozt eru frábær að því leytinu að hægt er að skella allskonar góðum hráefnum saman og yfirleitt er útkoman ljúffeng, svo lengi sem það er ískalt og fallegt á litinn þá er ég glöð.       Shake it out – Hlustið á þetta lag og shake-ið ykkur í gang á þessum fína fimmtudegi     xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Vikuseðill

Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og Doritos. Fimmtudagur: Á uppstigningardaginn ætla ég að elda fyllt cannelloni með spínati og nóg af osti… algjört sælgæti. Föstudagur: Á mínu heimili er hefð fyrir pizzaáti á föstudögum og ætla ég að gera þessa ómótstæðilegu bbq pönnupizzu sem er borin fram með klettasalati, tómötum og nýrifnum parmsesan.   Helgarmaturinn: Um helgina ætla ég að elda uppáhalds súpuna mína en það er humarsúpan hennar mömmu sem ég elska og elda við sérstök tilefni. Helgarbaksturinn Hér koma…

Tryllingslega gott humarsalat með mangósósu

Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál 🙂 Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi ef þið eigið von á góðum gestum, þá er bókað mál að þið sláið í gegn. Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum Einföld matreiðsla Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur Fyrir 3-4  Gott salat t.d. klettasalat og lambhagasalat 1 askja kirsuberjatómatar 1 askja jarðarber ca. 10 stk ½ melóna (má vera hvaða tegund sem er) 1 mangó ½ rauðlaukur ½ rauð paprika 600 g humar, skelflettur smjör ólífuolía 2 hvítlauksrif ½ chili 1 tsk fersk…

Brúsketta með sítrónurjómaosti og reyktum laxi

Í gærkvöldi var sérstakt sítrónuþema í Matargleðinni og ég útbjó þessar sjúklega einföldu brúskettur sem eru tilvaldar í sumar, sem forréttur eða bara sem léttur kvöldverður.  Gott brauð, rjómaostur og reyktur lax fara einstaklega vel saman. Það tekur líka enga stund að skella í þessar einföldu og bragðgóðu brúskettur, sumsé þið eigið eftir að elska þær. Ljúffengt laxabrauð með sítrónurjómaosti Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá byrjun til enda: 20 mínútur Fyrir 3-4  1 gott brauð t.d. súrdeigsbrauð reyktur lax, í sneiðum 200 g rjómaostur, hreinn salt og pipar safi af hálfri sítrónu börkur af hálfri sítrónu 1 msk smátt saxaður graslaukur Klettasalat Ólífuolía Hreinn fetaostur Sítrónubátar   Aðferð: Skerið gróft brauð í sneiðar og leggið í eldfast mót, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í ofni…

Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu

Nú er sumarið gengið í garð og með hækkandi sól skiptum við út þungum vetrarmat yfir í léttari og sumarlegri rétti. Kjúklingasalöt flokkast að mínu mati undir sumarlega rétti en þau eru bæði svakalega góð og einföld, auðvelt að blanda góðum hráefnum saman á örfáum mínútum. Ég elska þetta einfalda og góða salat sem ég útbjó um daginn, ég hef ekki hætt að hugsa um það síðan ég borðaði það. Sem betur fer fæ ég til mín góða gesti í kvöldmat í kvöld og ætla að hafa þetta salat á boðstólnum.  Sósan setur punktinn yfir i-ið en það er létt mexíkó-ostasósa sem passar fullkomnlega með kjúklingnum og Doritos snakkinu. Sumarsalatið 2016, gjörið þið svo vel. Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu   Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá…

1 9 10 11 12 13 21