Archives

Sjúklega góður Oreo mjólkurhristingur

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem  tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir svo gaman að fletta í gegnum tímarit og bækur. Ég bíð með eftirvæntingu eftir blaðini í hverjum mánuði. Ég var lausapenni um tíma hjá Gestgjafanum og það var mjög skemmtilegt, allt sem viðkemur mat er auðvitað af hinu góða. En nóg um það, nú að Oreo mjólkurhristingnum sem þið verðið að prófa…ekki seinna en í dag. Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl súkkulaðiís (ég notaði ís með súkkulaðibitum) 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi.

Síðastliðinn fimmtudag dæmdi ég í Íslandsmeistarakeppni barþjóna, þar bragðaði ég á mörgum ótrúlega góðum kokteilum og það var ansi skemmtilegt að sjá mismunandi kokteila og metnaðurinn var mikill hjá barþjónunum. Það skapar oft skemmtilega stemningu að bera fram fallegan og frískandi drykk í boðum, að mínu mati þurfa þeir ekkert endilega að vera áfengir. Á meðan ég var ólétt fékk ég mér oft góðan kokteil með vinkonum mínum, óáfenga og mjög góða. Ég mæli með að þið prófið að gera kokteil heima við, það getur verið mjög skemmtilegt. Í bókinni minni Matargleði Evu er að finna uppskriftir að nokkrum ljúffengum kokteilum og hér kemur ein uppskrift sem er í mínu uppáhaldi. Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi. Mojito 2 – glös 4 límónur 20 myntulauf, og…

1 2