Archives

Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu

Í þætti kvöldsins var sérstakt pasta þema og eldaði ég nokkra af mínum eftirlætis pastaréttum. Ég lagði mikla áherslu á einfalda rétti sem allir geta leikið eftir og tekur ekki langa stund að búa til. Þessi lúxus kjúklingapastaréttur er til dæmis einn af þeim og hann er svo góður að þið verðið að prófa hann. Ég mæli að minnsta kosti hiklaust með honum um helgina. Kjúklingur, beikon, pasta og rjómi saman í eitt. Orð eru óþörf 🙂 Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 – 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 – 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300…

Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu

Ef það væri hægt að finna lykt af matnum í gegnum sjónvarp/tölvu þá væruð þið eflaust kolfallin fyrir þessum ljúffenga rétti. Hann er það einfaldur að hann gæti flokkast sem skyndibiti, það tekur rúmlega fimmtán mínútur að búa hann til og er hann algjört sælgæti. Einfaldleikinn er of bestur og þessi réttur sannar það. Ofnbakaður lax með ferskum tómötum 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi 5-6 msk smjör Ólífuolía 1 askja kirsuberjatómatar 1 stór tómatur 1 rauðlaukur Balsmikgljái Ólífuolía Handfylli basilíka   Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat….

Bragðmikið og bráðhollt fiskitakkós úr Matargleði Evu

Fiskitakkós er algjör snilld til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fisk og grænmeti. Ég elska þessa uppskrift og geri hana mjög oft hér heima fyrir, það tekur enga stund að búa til þennan rétt og það er lygilega einfalt að baka sínar eigin tortillavefjur. Á föstudögum er hefð á mörgum heimilum að gera vel við sig og ég skora á ykkur að prófa þessa uppskrift, ég veit að þið eigið eftir að slá í gegn.   Fiski takkós Hveititortillur 100 g heilhveiti 60 g vatn smá sjávarsalt   Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hnoðið í nokkrar mínútur á hveitistráðu borði. Setjið deigið í hreina skál og viskastykki yfir, leyfið deiginu að hefast í 30-60 mínútur eða þegar deigið hefur…

Humarsúpan úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu minn og þykir mér mjög vænt um þessa uppskrift. Ég lofa ykkur að þið eigið eftir að elda súpuna aftur og aftur.   Lúxus humarsúpa  Humarsoð Smjör 600-700 g humarskeljar 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 1 laukur 2-3 lárviðarlauf 3-4 hvítlauksrif 3-4 tímían greinar 1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar 1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda 1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar) 1 glas hvítvín (ca 3 dl) Salt og pipar   Aðferð: Skolið humarinn mjög vel…

Syndsamlega góður Doritos kjúklingur

Í kvöld er komið að úrslitakeppni Eurovision og veljum við okkar framlag sem keppir síðan í Stokkhólmi í vor. Er ég spennt? Já. Enda forfallin Eurovision aðdáandi og auðvitað ætlum við að horfa á keppnina í kvöld, þá er tilvalið að skella í eitthvað gott og borða á meðan keppninni stendur. Ég ætla að gera þennan stökka og góða kjúkling í Doritos hjúp, ég hef áður gert svipaða uppskrift og notað Kornflex en svei mér þá ef þessi er ekki betri – kjúklingurinn er mikið stökkari og þetta er algjört sælgæti. Laugardagsmatur þegar maður vill fá sér eitthvað svolítið gott.  Uppskriftin er líka afar einföld og það þarf ekki að kaupa mörg hráefni, semsagt einfalt og þægilegt. Njótið vel og eigið gott laugardagskvöld framundan. Doritos…

Tikka Masala kjúklingur

Í síðasta þætti af Matargleði Evu fékk ég til mín góða gesti í indverska veislu með öllu tilheyrandi. Indverskur matur er brjálæðislega góður og fullkominn matur til að deila með góðum vinum. Aðalréttur kvöldsins var Tikka Masala kjúklingur sem við erum svo hrifnar af. Berið kjúklingaréttinn fram með raita sósu, hrísgrjónum og góðu naan brauði. Tikka masala kjúklingur 3hvítlauksrif 1 mskrifið ferskt engifer 3 msksítrónusafi 1 dlhrein jógúrt 3 msksítrónusafi 1 tsksalti ½ rauttchilialdin 1 tskkóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 gkjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita. Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2…

Beef Bourguignon, hinn fullkomni vetrarmatur.

Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það eitt að skrifa niður uppskriftina fyrir ykkur. Nautakjötið verður svo bragðmikið og safaríkt að það er algjör óþarfi að tyggja það, svo mjúkt er það. Þetta er hinn fullkomni vetrarmatur sem ég mæli innilega með að þið prófið. Ég lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda hann aftur og aftur. Beef Bourguignon 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 600 g nautakjöt, skorið í litla bita salt og pipar skallottulaukar, má líka nota venjulegan…

Tryllingslega gott grænmetislasagna

Ég deildi þessari uppskrift með áhorfendum Stöðvar 2 í þættinum mínum Matargleði á síðasta ári, einhverra hluta vegna rataði uppskriftin ekki hingað inn og nú bætum við úr því. Það er svo sannarlega alltaf staður og stund fyrir gott lasagna og ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift. Gott grænmeti, pasta og góður ostur. Þurfum við nokkuð eitthvað meira? Ég þori að lofa ykkur að þið eigið eftir að elda uppskriftina aftur og aftur – hún er sáraeinföld og þið getið auðvitað notað það grænmetið sem þið eigið til í ísskápnum hverju sinni.   Grænmetislasagna með pestókartöflum Grænmetislasagna     Ólífuolía 1 laukur 4 hvítlauksrif 2 gulrætur 2 sellerístangir 1 rauð paprika 1 græn paprika ½ kúrbítur 150 g spergilkál 1 dós niðursoðnir tómatar…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

Grænmetisbaka með fetaosti.

Bökur fylltar með allskyns góðgæti, bæði sætar og ósætar eru algjört lostæti. Eins og ég sagði ykkur frá í síðustu færslu vorum við Haddi í París fyrir nokkrum vikum og auðvitað fékk ég mér Quiche Lorraine og sætar bökur með vanillubúðingi og berjum. Bökur eru franskar að uppruna og því algjör skylda að fá sér slíka ef maður er staddur í Frakklandi. Ég hef oft deilt uppskriftum að bökum hér á blogginu en það skemmtilega við bökur eru að þær eru aldrei eins og það er hægt að gera þær á svo marga vegu. Þessa grænmetisböku gerði ég fyrr í vikunni og mér fannst hún svakalega góð og verð að deila henni með ykkur, það er tilvalið að bera hana fram í brönsinum. Maður fær…

1 9 10 11 12 13 17