Archives

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 200 g kornflex, mulið 3 – 4 msk ólífuolía 150 g sýrður rjómi 1 – 2 msk sriracha sósa 2 tsk hveiti salt og pipar ½ tsk hvítlauksduft Aðferð: Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur. Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati. Jalepenosósa 2 dl majónes 1 dl grískt jógúrt…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.  Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum 600 g nautahakk 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið 2 dl steikt smátt skorið beikon handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja) 1 egg brauðrasp, magn eftir smekk 150 g rifinn mexíkóostur salt og pipar Tillögur…

Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.

Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina. Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti. 600 g nautahakk olía rauðlaukur 1 dl smátt skorið stökkt beikon 2 msk dijon sinnep 2 msk söxuð steinselja 1 egg brauðrasp 2 dl rifinn piparostur salt og pipar   hvítmygluostur Aðferð:    Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni…