Archives

Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu

Í þætti kvöldsins var sérstakt pasta þema og eldaði ég nokkra af mínum eftirlætis pastaréttum. Ég lagði mikla áherslu á einfalda rétti sem allir geta leikið eftir og tekur ekki langa stund að búa til. Þessi lúxus kjúklingapastaréttur er til dæmis einn af þeim og hann er svo góður að þið verðið að prófa hann. Ég mæli að minnsta kosti hiklaust með honum um helgina. Kjúklingur, beikon, pasta og rjómi saman í eitt. Orð eru óþörf 🙂 Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 – 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 – 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300…

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.

Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel.   Ofnbakað Mac & Cheese  250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…

Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði

Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög vel við á haustin. Spaghetti Bolognese 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinselja Aðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið…

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

1 2