Archives

Páskabrauð :)

Bananabrauð er í sérlegu uppáhaldi hjá mér og ég mér finnst fátt betra en nýbakað bananabrauð með smjeri og osti. 🙂 Í morgun bakaði ég mína version…. 1x egg ca. hálfur bolli(lítill) af agave sírópi, í rauninni er það bara smekksatriði, ég átti ansi lítið eftir þannig það fór ca. 1/4 bolli í þessa uppskrift, en mætti alveg vera meiri. 2x stappaðir bananar 250 gr. speltmjöl 1.dl Haframjöli 1.dl Graskersfræ 1.tsk salt 1/2 matarsóti Aðferð Þeytið eggið og bætið agave sírópi saman við. Þeytið þetta vel saman í hrærivel, síðan eru bananar stappaðir og þeim bætt út í eggjablönduna og þetta hrært vel saman. Sigtið speltið, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Síðan bætið þið haframjölinu og graskersfræum saman við…

Rómantískur kökudiskur

Mér hefur langað í svona kökudisk á mörgum hæðum – en hef bara aldrei gert meira í því heldur en langað… En um daginn sá ég svo krúttlegan topp – eða svona bara fallegan disk. Ég hef séð margar skemmtilegar hugmyndir um hvernig maður bara býr til sinn eigin kökudisk. Og hvað gera bændur þegar að gúrme múffur stíga á stokk á góðum laugardegi? Jú, þeir fara að setja saman krúttlega diska.. bolla á milli og úr því rættist ágætis kökudiskur. Ég fann til þá diska sem mér fannst krúttlegir og setti saman – svo er hægt að leika sér að vild. Mér finnst þetta allavega krúttlegt á borði. Nú má sykrast að vild – því það er laugardagur!

Kúrbíts-og gulrótarmúffur

Ég prufaði í dag að baka Kúrbíts-og gulrótarmuffins. Þær smökkuðust ansi vel og ég varð því að deila þeirri dásemd með ykkur. Ég fann uppskrift af þeim – en breytti þeim örlítið (í áttina að hollustu) 2.dl Gulrætur, rifnar. 2. dl Kúrbítur, rifinn. 1.msk agave síróp 2. dl speltmjöl 2.tsk lyftiduft 1/2.dl ólífuolía 3-4.msk léttmjólk eða undarenna 2.eggjahvítur Pínkupínku salt og pipar Rífið gulrætur og kúrbít með rifjárni (ég á ekki svoleiðis þannig ég skar þetta bara agnarsmátt) Blandið agave sírópinu saman við og sigtið síðan speltið og lyftiduftið út í og hrærið með sleif. Bætið síðan olíunni, mjólkinni og eggjahvítum saman við (ég pískraði þær léttilega áður en ég blandaði þeim saman við). Setjið í múffuform inn í ofn við 200° í 20 mín….

Spergilskáls Pasta

Ég elska pasta… Mér finnst það alltaf gott. Sérlega í rjómalöguðum stíl! Jummí. En maður reynir að vera skynsamur í sambandi við rjómann, eins yndislegur og hann er. Ég fæ mér ansi oft pasta.. mjög simpúlt og ekkert of óhollt. Vitaskuld er pasta ekkert hollt – en það er ekkert óhollt ef það sé borðað hóflega. Pasta Brokkoooolííí (sagt með gervi ítölskum hreim) Býsna góður hádegismatur og kvöldmatur 50 gr Heilhveiti eða spelt pasta 50-100 gr af brokkolí 1-2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir Þurrkaður Chili pipar Rifinn Parmesan ostur Ólívuolía Salt og pipar Brjótið brokkólíbúntin niður í minni búnt og skerið þykkustu stilkana frá blómunum. Hitið vatn í stórum potti, saltið og setjið brokkólíið út þegar suðan er komin upp. Sjóðið í um fimm mínútur. Brókkóliið á…

Ein köka á dag kemur skapinu í lag

Jumm to the Í. Ákvað í morgun að skella í nokkrar hollar smákökur – því mér vantar alltaf eitthvað nart yfir daginn! Og viti menn.. rambaði ég ekki á þessar líka dýrindis kökur. Hvílíkt lostæti! Ég er of spennt en það er í lagi því kökurnar eru svo góðar – ok,viðurkenni að það myndi líklega ekkert skemma að skella smá sjokkó með en ég prufa það um helgina. Uppskrift: 2x Bananar / stappaðir 1x bolli af döðlum (ég lét veeeel í bollann) Bleytti þær í smá stund í heitu vatni áður en ég skar svo í smáa bita og blandaði saman við bananana… 1 tsk. vanilludropar 2 msk af kókos olíu Þetta blandað saman Svo …. 2x bollar af höfrum 1/2 af kókosflögum 1.msk af…

„You were born with the right to be happy. You were born with the right to love, to enjoy and to share your love. You are alive, so take your life and enjoy it. We don’t need to know or prove anything, just to be, to take a risk and enjoy our life, is all that matters. Say no when you want to say no, and yes when you want to say yes. You have the right to be you. You can only be you when you do your best, when you don’t do your best you are denying yourself the right to be you „

1 73 74 75 76 77 80