Archives

New York í sólarhring

New York ferðin í nokkrum myndum. Ég fór í mitt fyrsta Ameríkustopp og þetta var í fyrsta skipti sem ég fór til Ameríku. Mikil ósköp sem ég varð hrifin! Haddinn minn fékk að koma með og það var ansi huggulegt. Veðrið var dásemd – hittum Birtu okkar, borðuðum mikið af góðum mat og nutum þess að vera til í útlandinu. Hittum Birtu okkar, hún var leiðsögumaðurinn okkar 🙂 Red Velvet kakan. Markmiðið hjá mér fyrir ferðina var að smakka þetta undur, jeremías hvað kakan er góð. Ég ætla að reyna að baka hana í bráð. Að luwa útlönd.. Dugnaðurinn í búðunum leyndi sér ekki Maine-lobster pasta á yndislegum ítölskum stað. Times Square – magnað! Sæt frændsystkin Að njóta borgarinnar í Empire State Building. Á einum…

Ömmu Rósu brauð

500 gr. Fínmalað spelt 500 gr. Grófmalað spelt 5,5 dl volgt vatn 50 g Ger (ýmist ferskt eða þurrt) 1tsk. salt 100 g Feta ostur. (ég notaði ca. heila krukku af fetaost í saltlegi) 2 msk. Ólífu olía Handfylli af ferskum graslauk Ath. Þessi uppskrift dugar í tvö brauð. Sósur, mjög einfaldar. Rauða 4 msk af tómatsósu (ég nota frá sollu, sykurlaus) 5-6 msk. af olíu 4-5 hvítlauksgeirar (ég er mikið fyrir hvítlauk og nota því ansi mikinn) Dass af salt og pipar Handfylli af ferskum graslauk Ýmis krydd. (Steinselja, oreganó, basilika) Í raun mæli ég aldrei hvað ég set í þessar sósu, heldur smakka mig bara áfram. Þið finnið það líka um leið og ykkur finnst hún orðin góð þá er hún reddí to…

Að gera vel við sig og sína á köldum sumardegi

Ég sótti þessar dúllur á leikskólann og ég varð að baka fyrir þá köku. Afþví þeir eru dúllur og dúllur eiga skilið að fá köku. Ungfrú Eyja heitir kakan (já ég ætla að skíra matinn minn héðan í frá) Til að byrja með gerði ég ósköp venjulega súkkulaðibotna, ég notaði mömmudraum uppskrift. Ég var með heldur minni form en ég er vön og því urðu botnarnir heldur þykkari. Sem var sérlega fínt því kakan átti að vera sem stærst 🙂 En notið bara þá súkkulaðikökubotna uppskrift sem þið eruð vön að nota. Á meðan að botnarnir voru í ofninum þá ákvað ég að twista, nennti ekki að gera týpíska súkkulaðiköku svo ég þeytti rjóma, setti tvær tsk af flórsykri. (mér finnst það agalega gott ef…

Akrafjallið sigrað í morgunsárið

Við það að bugast. Ákaflega ánægð að vera komin á toppinn – dreif mig niður, hvílíkt og annað eins veðurfar. Skítkalt og mikill vindur. En svo hljóp ég niður og uppskar nokkra marbletti.. brussan ég datt nokkrum sinnum. Mjög mikil maddama. En nú hef ég fengið tvo einstaklega fallega stráka í heimsókn og við erum að baka súkkulaðiköku og ætlum að gera bleikt krem. Í kvöld ætla ég að fara með stelpunum út að borða. Ansi indæll dagur, óvænt frí. Fékk símtal í gærkvöldi að það væri verkfall í Brussel og því fór flugið mitt ekki neitt. 🙂

Pastakvöld með Ömmu Rósu brauði

Ég hef kannski minnst á það hér að ég er svolítill sælkeri og hef dálæti á mat. Þannig þetta blogg mitt snýst meira og minna um mat, þið verðið að afsaka það ;o) En ég er með mat á heilanum, við vinkonur mínar höfum oft talað um það hvað við erum sífellt að tala um mat. Hvað á að vera í matinn? Og þegar maður er að borða þá hugsar maður að þetta væri gott með þessu.Hvað á að borða gott um helgina.. svo mætti lengi telja áfram! Matur á hug minn allann oft á tíðum. Enda er eitt af mínum aðal áhugamálum matur. Að elda mat og borða mat. Sérlega í góðra vina hópi eða með famelíunni, elda saman, eiga notalega kvöldstund og náttúrlega…

Fyllt speltrúnstykki

500 gr. Fínmalað spelt 500 gr. Grófmalað spelt 5,5 dl volgt vatn 50 g Ger (ýmist ferskt eða þurrt) 1tsk. salt 100 g Feta ostur. (ég notaði ca. heila krukku af fetaost í saltlegi) 2 msk. Ólífu olía Handfylli af ferskum graslauk Allt sett saman í skál, passið að vatnið sé volgt. Hræt saman þar til þetta er orðið að fínu deigi. Deigið látið hefast í um það bil 30.mín (ráð frá mömmu að setja skálina ofan í ágætlega heitt vatn, hjálpar til við hefinguna) Svona leit þetta út eftir hefun og hnoðun í smá stund (ekki rétt orðalag, ég veit 🙂 Svo er deiginu rúllað út og ég skipti því í tvo hluta. Fylling. 200 gr. Philadelfia ostur. (ég notaði með hvítlauk og kryddblöndu)…

Að drífa sig að verða stór

… Í augnablikinu líður mér svakalega vel. Ég er sérdeilis skemmtilegu starfi og ég hef ansi góða tilfinningu fyrir sumrinu. Vinnudagarnir eru ekki margir í þessum mánuði og ég hef ansi mikinn tíma fyrir dútl. Mér finnst líka ekkert eins yndislegra en að baka/elda eitthvað gott og bjóða fólki í kaffi eða mat til mín. Sumarið er tíminn! Mætti þó aaaaalveg koma sól, en það fer eitthvað að gerast. Ég finn það á mér. Ég hef oft fengið hálfgerða panikk tilfinningu. Ég byrjaði í laganámi en var alls ekki að finna mig sem skyldi og er því búin að skipta um námsleið. Er mjög spennt fyrir haustinu og er ansi sátt við ákvörðuna mína. Það erfiðasta er sætta sig við sjálfan sig þ.e.a.s ég er…

Túnfisksalat

Mér finnst ósköp gott að hafa salöt ofan á brauð, hrökkbrauð eða bara eitt og sér. En ég er ekkert ótrúlega spennt fyrir majónes-sulli. Þannig ég útbý mér oft ferskt túnfisksalat. Klettasalat/spínat (þau salatblöð sem þið eigið hverju sinni), ferska basiliku, tómat, rauðlauk, agúrku, eina dós af túnfisk í vatni og svo dass af fræjum sem ég á hverju sinni. (voða gott að eiga poka af salatblöndufræjum) Dressingin er ansi einföld, ólífuolía, ferskur hvítlaukur, sítrónusafi úr ferskri sítrónu og svo dass af salt og pipar . Ljómandi gott á hrökkbrauðið með smá kotasælu!

1 69 70 71 72 73 80