Archives

…Fór í höfuðborgina í dag. Borðaði ansi góðan mat og drakk gott kaffi – hló mikið enda á ég ótrúlega skemmtilega vini. Ég er ósköp heppin með það að eiga yndislega vini. Ég er í fríi til 5.júlí sem er nokkuð ljúft – sérlega vegna þess að um helgina eru írskir dagar á Akranesi. Nóg um að vera og mikil spenna komin í mig – ég fæ góða gesti hingað heim og helgin er orðin vel plönuð með vinahópnum. Mamman mín er líka að koma heim á fimmtudaginn og það verður nú heimsins best að fá hana heim. Þannig ansi ljúf vika svo hefst ágætis vinnutörn – fékk skránna mína í gær og lítur hún vel út. Fer 1x til Ameríku og þá til Washington….

Þá er ég komin heim úr dásamlegum bústað með vinkonum mínum. Þessi ferð fær tvær færslur hér á blogginu. Ein færslan er ferðin í nokkrum skemmtilegum myndum og þessi verður tileinkuð matnum sem við borðuðum – við vinkonurnar höfum ansi gaman af góðum mat og getum talað endalaust um mat. Og við nutum þess sko í botn að elda saman og borða saman um helgina. Ég smellti af nokkrum myndum af dásamlega góðum mat. … enjoy Grillaður lax, tómatar/mozzarella salat, cesar’salat, afgangur af hvítlaukspasta, fylltir sveppir með piparosti, ferskur parmesam, belgbaunir og saffran jógúrt sósa. Fordrykkurinn var ískaldur cosmó! 🙂 Kaffitími Dúllerast við eldamennskuna Hvítlaukspasta með Tígrisrækjum og salati. Brunch einsog það gerist best

Yndislegt veður á skaganum í dag. Ég og Oddný mín fórum í lautarferð niður á Langasand – svo kom Aglan til okkar og við tönuðum einsog við ættum lífið að leysa. Svo fórum við auðvitað á pallinn góða – og í sund! Ljúfara verður það ekki. Nú er ég búin að pakka niður og leið mín liggur með elsku vinkonum mínum upp í sumarbústað yfir helgina. Held að það verði ósköp ósköp ljúft! Góða helgi elsku fólk xxx

Lánsöm stúlka

Ég er heppin, ekki afþví ég drekk leppin heldur á ég svo yndislega fjölskyldu og vini. Væmni dagur mánaðarins er í dag… Ég á risastóra fjölskyldu, heldur flókin en ég kann meir og meir að meta það á degi hverjum að eiga allt þetta fólk í kringum mig. (ekki það að ég hafi ekki metið það áður).. þá er ég heldur að átta mig smátt og smátt á því hvað þetta er ljúft. Ég er náttúrlega að verða eldri og vitrari 😉 Ég á yndislega foreldra og systkin. Ég hef ekki alist upp með þeim öllum en finn það svo sannarlega að ég þetta fólk er mitt fólk. Þetta er flókið – en þarf samt ekki að vera flókið. Þessi tími hér á jörðu er…

Seattle

Eftir langt flug þá var þetta rúm ansi yndislegt. Seattle Áhöfnin að borða kvöldmat á Purple Fallegt Mmm. Þessi morgunmatur – spínatbaka, pönnsur og allt það óholla sem ég fann til. Jógúrt, með múslí og ferskum jarðaberjum.. með pínu rjóma. Beisik! Ég að vera fyndin með sjálfri mér. Denim all the way! Mitt uppáhald og yndi. Capp og blueberry muffin! Stutt stopp – en með ákveðinni snerpu er allt hægt! Þessi markaður fór með mig. Ég vildi ekki fara heim – ég hefði getað verið þarna lengi og notið mín við smökkun og dúllerí. Ég keypti mér ferska ávexti og hvítlaukspasta og tók með mér heim. Hlakka til að prufa þetta pasta. í lokin… Mocha coconut Frapp. J – to the ummí Ósofin en svo…

Í dag átti ég yndislegan dag með Írisi vinkonu. Við fórum í höfuðborgina og dúlluðum okkur í búðum – ég fann mér nokkra hluti í eldhúsið. Mér finnst skemmtilegast að kaupa hluti inn á heimilið. Ég er orðin spennt fyrir því að brúka nýju hlutina við bakstur og eldamennsku. Þjóðhátíðardagurinn á morgun, ég ætla að fagna honum ærlega með því að fljúga til Seattle. Langt flug – stutt stopp. En ég er orðin spennt, held að Seattle sé ansi mögnuð borg og ég ætla mér að skoða smá af henni og jafnvel kíkja í eina búð eða svo. En njótið morgundagsins og gleðilega hátíð! Frábær dagskrá hér á Skipaskaga þannig ég hvet alla til þess að vera hér á morgun.

Ég var yfir mig ánægð þegar að ég vaknaði í morgun og það var sólskin, að vísu vaknaði ég við nágranna hundinn gelta endalaust og ég var nú ekkert sérlega yfir mig ánægð með það, en gott og vel ég dreif mig allavega fram úr snemma. Skellti mér svo í sund í tvær klukkustundir og fór síðan í síðdegiskaffi til ömmu. Mæsa og drengirnir mínir komu líka og sátum við úti á svölum lengi og borðuðum bestu ís-köku sem að amma gerir. Ansi huggulegt! Í kvöld ætla ég að borða gott með manni mínum og mögulega að kíkja í bíóhúsið eða út að hlaupa. Kominn tími á það ef ég ætla maraþonast eitthvað í ágúst. Jibbíkóla. Fínn lunch. Fersk jarðaber og fersk bláber með dass…

Fisk á diskinn minn

Ég elska fisk. En stundum getur soðin ýsa verið kedelig. Ég var bara ein heima í kvöld og var ansi svöng, og þurfti góðan mat á eins stuttum tíma og hægt var. Þannig að… Setti ólívuolíu og venjulega olíu í skál, skar ferskan graslauk og ferska tómata, pressaði hvítlauksgeira og blandaði þessu vel saman. Bætti síðan við dass af salt og pipar, og jú basiliku! Skar ýsuna niður í litla bita og setti út í marineringuna. Ég þurfti að taka upp úr töskum og þess háttar þannig ég leyfði fisknum að marinerast á meðan að ég kláraði það og tók smá þrif-skver hér heima við – svo smellti ég þessu í eldfast form og lét inn í ofn í 15 mín við 180° .. skar…

1 68 69 70 71 72 80