Í kvöld var kökuklúbbur svo ég setti í eina skyrköku. Uppskrift 1 og hálfur pakki af dökku LU kexi. ca. 200 gr. smjör Kexið er vel mulið og smjörið er brætt og síðan bætt saman við. Tekur smá stund að mylja kexið, en það tekst að lokum 🙂 Ég byrjaði á því að þrýsta þessu vel í formið og setti í frysti um það bil 30 mín. 1/2 líter rjómi 1 stór dós af vanillu skyri og ein lítil. (Kea-skyr vanillu) 1x vanillustöng 1 tsk. vanilludropar Rjóminn er þeyttur sér og ég þeyti skyrið örlítið sér., ég setti korn úr einni vanillustöng saman við skyrið og pínu vanilludropa. (ég vil hafa mína köku vel vanilluaða) Síðan er rjómanum og skyrinu blandað varlega saman. Þegar…