Notaleg helgi að baki. Ég eyddi henni með góðu fólki m.a. annars frændfólki Hadda frá Englandi. Ég lét fylgja með nokkrar myndir af túristaleiðangri sem við fórum í á föstudaginn var. Ég og Erna Guðrún eyddum degi með Alice í borginni. Það var ósköp huggulegt. 
Var á tveimur næturflugum um helgina og á nú bara eitt flug eftir. Skólinn byrjaður, ég byrjuð í leikfimi hjá Dagrúnu og Zúmba hjá Helenu. Þannig kærkomin rútína fer að leggjast yfir mig. En eins og ég hef nú sagt áður þá er þetta sumar búið að vera ansi yndislegt og tíminn ekkert smá fljótur að líða.
Ég lít með björtum augum á haustið. Nýtt upphaf ef svo má segja, er að byrja í viðskiptafræði í HÍ. 
Nú ætla ég að bomba mér í dansklæðin og skunda í Zúmba. 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *