Kjúklingasalat, rauðvín og góður félagsskapur. Ansi huggulegt xxx
Haustfílingur. Í dag fór ég í klippingu og litun hjá mínum ástkæra Svavari. Aðeins að hressa uppá hárið fyrir haustið – ég er ansi ánægð með útkomuna og get ekki hætt að þefa af hárinu. Ég elska hvað hárið er fínt og vel lyktandi eftir góða sjæningu. xxxx
Ég held mikið upp á jómfrúnna. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fara þangað í lunch – þar fer ég reglulega með einhverjum úr famelíunni í lunch. Ég er vanaföst og fæ mér alltaf það sama. 1/2 sneið með lambakjöti og 1/2 með camenbert, beikoni og allskyns góðgæti. Delish! Ef þið hafið ekki nú þegar prufað jómfrúnna þá mæli ég eindregið með því að þið skellið ykkur. Uppáhalds. Mamma og eggin hennar. Ég og amman mín, yndislegasta manneskjan í mínu lífi. ….ásamt mömmunni minni. Þær eru langbestar. xxx
…ekkert betra en að vakna á fallegum laugardegi. Uppáhalds dagurinn minn í vikunni er laugardagur. Hefur verið það frá því að ég var yngri, laugardagsveðrið (logn, sól en samt pínu kalt) stendur oftast nær fyrir sínu. Ég man þegar að ég vaknaði alltaf á laugardögum við það að mamma stóð í helgarþrifum og við „neyddumst“ til þess að taka til hjá okkur. Laugardagsnammi – skemmtilegheit yfir daginn og partý heima á kvöldin. Partý í þeim skilningi að leigð var spóla og keypt var enn meira sælgæti. Svo sofnuðum við í sykursæluvímu. Ég vaknaði í morgun og henti í tvær kökur, yndislegi Kristían Mar Kjaran heldur upp á afmælið sitt á eftir og hann var búinn að leggja inn kökupantanir hjá Eyju sinni. Þannig í morgun…
Bíóklúbburinn ákvað að gera vel við sig í gær. Við elduðum dýrindis lasagne. Mexican – style. Ótrúlega gott, Agla Sigríður kom okkur á lagið með þennan dýrindis rétt. Mikil ósköp sem það var ljúft! xxx Uppskrift: Fyrir 6 manns. 1 pakki kjúklingabringur 1 x rauðlaukur 1x askja af sveppum 1x paprika 1x dós af söxuðum tómötum 1x krukka af salsasósu 1x lítil krukka af gulum baunum 1 x poki rifinn ostur 3 – 4 msk rjómaostur 1x pakki af hveititortillum Dass af salt og pipar.. Grænmetið er skorið niður og steikt á pönnu við vægan hita í smá stund. Kjúklingabringurnar eru sömuleiðis skornar smátt niður og steiktar á pönnu. Á meðan að hlutirnir eru að gerast á pönnunni þá er dregin fram stærsti pottur…
Mig langar svo hrikalega oft í eitthvað gott þegar að ég kem heim úr skólanum en vil þó ekki detta í brauðsukkerí.. og því eru þessar pönnsur hrikalega góðar. Einfaldar – fljótlegar. Allt sem að svöng skólabörn elska. Og var ég búin að minnast á það hvað þær eru í hollari kantinum? Uppskrift. 1x bolli Haframjöl 1x bolli létt AB-mjólk 1x eggjahvíta 1/4 x bolli af speltmjöli 2.msk af olíu (kókos) 1. tsk Vínsteinslyftiduft og margar tsk. af kanil Þessu er blandað vel saman og svo beint á pönnuna, ég nota kókosolíu til þess að steikja þær. Ég skar niður epli og lét þau í skál. Bætti við 1 tsk af kanil og 1 tsk af agavesírópí. Lét eplin síðan á pönnu ásamt nokkrum kókosflögum….
Það er rosa gott að drekka nokkra svona kokteila eftir góða kokteiladrykkju um helgina. Algjör bjargvættur fyrir þá ryðguðu 🙂 Helgin er búin að vera ótrúlega skemmtileg. Jiminn hvað ég er heppin að eiga svona yndislega vini, maður segir það víst aldrei of oft. Þau eru það skemmtilegasta sem ég á. Það var mikið hlegið og mikið gaman um helgina. Svo er veðrið búið að vera það dásamlegasta um helgina og hvað er þá annað hægt að gera en að smæla? Ég bara spyr. xxx