Archives

Gott kökukrem.

Ég elska hvítt súkkulaði og ég elska smjörkrem, þegar að þessu er svo blandað saman verður úr því stórkostlegt krem. Ég sá uppskrift af þessu kremi á flakki mínu á internetinu, ást við fyrsta smakk. Þetta krem er agalega gott og ég nota það mjög mikið.  230 gr. Mjúkt smjör 4 dl. Flórsykur 200 gr. Hvítt súkkulaði (droparnir frá Nóa-Siríus ) 2 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar) Flórsykrinum og smjörinu er blandað vel saman í nokkrar mínútur. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og síðan kælt í smá stund. Súkkulaðinu og vanillu extract er því næst bætt saman við blönduna og blandað varlega saman en mjög vel í 3-4 mínútur.  Það er ansi skemmtilegt að bæta nokkrum dropum af matarlit saman við ef þið viljið litríkar…

11.11.11

Rjómalöguð grænmetissúpa og pasta í kvöldmat, eitt glas af rauðvíni með enda er föstudagskvöld og þá má maður nú aldeilis leyfa sér. Bauð vinkonu minni í mat og það er nú aldeilis gott að eiga gott spjall eftir langa viku. Sitjum hér í þessum töluðu orðum með kertaljós, nammi og skólabækur. Virkilega notalegt kvöld.  Þessi mynd lýsir þessum grallara ansi vel.  xxx

11.11.11

Föstudagur í dag sem þýðir að helgin er komin, helgin hjá mér fer í lærdóm en ég ætla þó að baka eitthvað gott á morgun því það er nú bara einu sinni í viku laugardagur.  Ég bakaði um daginn vanillumúfur og átti eftir að setja inn uppskrift, þær heppnuðust ansi vel og voru mjög ljúffengar. Það er eitthvað svo stórkostlegt við Vanillu.  Ég mæli með að þið prufið þessar múffur um helgina.  Rómantískar Vanillumúffur með hvítu súkkulaðikremi.   Uppskriftin kemur hér, ca. 24 múffur 226 gr. Mjúkt smjör 450 gr. Sykur 5 Egg 330 gr. Hveiti 4 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 3 dl. Rjómi 2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar) Fræ úr einni vanillustöng. Aðferð: Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel…

Pizzukvöld á þriðjudegi

Þegar að ég kom heim úr skólanum þá langaði mig í eitthvað svakalega gott. Ég átti nóg af grænmeti og afganga af kjúkling þannig ég ákvað að laga mér speltpizzu með allskyns gúmmilaði. Ótrúlega einfalt og fljótlegt.  Speltpizzubotn. (Uppskrift frá Sollu á grænum kosti) 250.gr Speltmjöl 2 msk.  Ólívu olía 1/2 tsk. Salt 2-3 tsk krydd. (Ég setti basilikku, pipar og steinseljukrydd)  3 – 4 tsk. Vínsteinslyftiduft (líka hægt að nota venjulegt lyftiduft) 125 ml. Heitt vatn Þurrefnum blandað saman í skál eða það sem mun auðveldara er : Sett í hnoðarann í matvinnsluvélinni. Olíunni bætt saman við og síðan vatninu. Deigið er því næst hnoðað. Smá spelti stráð á borðið og deigið flatt út frekar þunnt. Ég tek hringlótta kökudiskinn minn sem er 25…

La Dolce Vita…

Mánudagur alla leið í dag, veðrið ferlega leiðinlegt. Rúmar þrjár vikur eftir af skólanum, sem þýðir að prófin eru að nálgast. En það þýðir líka að jólin eru að  nálgast.  Jólabarnið í mér er í þann mund að springa, ég væri vís til þess að byrja í jólakökubakstri um helgina en nei, ætla að bíða með það pínulítið lengur.  Í dag útbjó ég plan, ánægja dagsins var sú að ég náði tilsettum markmiðum fyrir daginn í dag og vonandi get ég skrifað hérna n.k. sunnudag að ég hafi náð að uppfylla þau markmið sem ég hef sett mér út þessa viku.  Það er einhver undarlega góð tilfinning þegar að maður nær að klára markmiðin sín.  Önnur ánægja var mintu-cappucino sem Agla vinkona var búin að…

Fyllt ljúffengt brauð með fetaost og tómötum.

260 gr. Speltmjöl ( 130 gr. gróft og 130 gr. fínmalað) 25 gr. Ger 2.5 dl. Heitt vatn 2 msk. Ólífu olía 2 tsk. Santa María kryddblanda 1 msk. Graslaukur 50 gr. Fetaostur Fylling:  1oo gr. Fetaostur 150 gr. Philadelphia rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði. 3 tómatar, skornir smátt niður Santa María kryddblanda Aðferð: Hitið ofninn á 200°C Blandið þurrefnunum vel saman, hellið vökvanum út í og hrærið vel í nokkrar mínútur.  Látið deigið hefast á hlýjum stað í 30 – 40 mínútur. (Gott er að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í)  Hnoðið vel deigið og fletjið út. (Gott er að setja smá hveiti undir deigið svo það festist ekki við borðið)  Deigið er smurt með philadelphia rjómaostinum og tómötum er…

Njóttu dagsins í dag, hann kemur aldrei aftur.

 Er nokkuð dásamlegra en góð kaka á köldum vetrardegi. Kakó, kökusneið og notaleg stund með fjölskyldunni. Mér finnst fátt jafn yndislegt.  Hér kemur uppskrift af einfaldri gulrótarköku, uppskriftina fékk ég hjá mömmu minni. Kakan er sérlega góð og ekki skemmir að hafa smá rjóma með. 🙂  Uppskriftin er í bollastærðum. (venjulegum kaffibollum)   Botn:  1 1/2 Bolli matarolía 3 Bollar Rifnar gulrætur 2 Bollar púðursykur 4 Egg 2 Bollar hveiti 2 tsk. Matarsódi 1 tsk. Salt 3 tsk. Kanill 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar) Aðferð: Smyrjið tvö hringlaga form.   Þeytið egg og sykur saman, bætið gulrótum, matarolíu og vanillu extract eða dropum saman við. Blandið hveiti, matarsóda, salti og kanil saman í aðra skál. Þurrefnunum er síðan blandað saman við eggjahræruna. Bakið í 30…

1 58 59 60 61 62 80