Archives

Babyshower

Í gær þá héldum við nokkur babyshower handa yndislegu vinkonu okkar henni Öglu. Þetta var óskaplega skemmtilegt og amerískt. Við borðuðum á okkur gat, dáðumst að bumbunni og höfðum það gaman saman.  Ég prufaði að laga sykurmassa í fyrsta sinn og skreytti kökuna í hvítum,bleikum og bláum lit. Rúsínan í pylsuendanum var sú að ég fékk að lita kremið inn í kökunni í þeim lit sem að sagði til um kynið á barninu. Það var krúttlegt og skemmtilegt.   Ég hengdi upp gömul föt af mér og bjó til bleyjuskreytingar.   Fríða bakaði og skreytti þessar ljómandi fínu bollakökur.  Agla að skera kökuna og spennan var mikil. Hamingjusamir vinir.  A baby boy!  Hlökkum mikið til þess að fá prinsinn í heiminn.  Tilvonandi móðirin sveif um úr hamingju…

Nautalund og besta kartöflugratínið.

Nautalund  Nautalund ca. 200 – 250 g á mann smjör  salt og pipar Aðferð: Hitið smjör á pönnu við vægan hita, sáldrið smá salti á pönnuna og setjið steikurnar á pönnuna og steikið í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið duglega á meðan.  Hitið ofninn í 200°C. Setjið steikurnar á eldfast mót og inn í ofn í 12 – 14 mínútur. Þá er steikin medium/rare. Persónulega finnst mér hún best þannig.  Meðlætið var mjög einfalt enda er steikin svo ótrúlega góð. Góð sósa, í raun hentar hvaða sósa sem er með steikinni. Ferskt salat, gratínerað spergilkál (spergilkál soðið í 7 mínútur og síðan sett í eldfast mót og rifinn ostur settur yfir, inn í ofn í 5 – 7 mínútur) Kartöflugratínið…

Mexíkósk matargerð og yndislegir vinir.

Ó hvað það var gaman í gærkvöldi. Nokkrar vinkonur mínar komu til mín og makar þeirra. Við elduðum saman og höfðum það virkilega huggulegt. Mexíkósk matargerð og skemmtilegheit einkenndu kvöldið. Ég og Agla vinkona mín vorum búnar að horfa á svo marga gómsæta matreiðsluþætti um mexíkóska matargerð að við urðum að prufa.  Heimalagaðar Tortillur 500 gr. Hveiti 3 1/2 dl. Heitt vatn 1 1/2 tsk. Salt 5 msk. Olía Blandið öllum hráefnum saman, vatninu er bætt smám saman við. Hnoðið vel í 5 – 8 mínútur. Deigið er tilbúið þegar að það er mjúkt viðkomu.  Svo er bara að rúlla deiginu í lengju og skera í 12 bita. Stráum hveiti á borðið og fletjum bitana út þar til þeir verða í laginu eins og tortillakökur. …

Hér líður mér vel.

 Ég gæti eytt öllum heimsins tíma í að fletta í gegnum matarbækur og matarblöð. Ég er búin að skoða allar þær bækur sem ég á ótrúlega oft en ég fæ aldrei nóg af þeim. Í dag er ég búin að vera svolítið þreytt, stalst í höfuðborgina í gær. Síðasti kosningadagurinn og ég varð að vera með, vel þess virði. Þannig að ég er búin að vera ósköp róleg hér heima við í dag, fékk ömmu mína og Silju í kaffi í morgun sem var ansi ljúft.  Veðrið er búið að vera sérlega fallegt í dag og ég stefni að því að fara í smá göngutúr um helgina ef veðrið helst svona fínt. Ég lofaði sjálfri mér því fyrir viku þegar að ég lá inni á…

Vökusigur 2012

Það var mögnuð stund þegar að úrslit voru tilkynnt fyrr í kvöld, við í Vöku höfðum tryggt okkur meirihluta í Stúdentaráði við Háskóla Íslands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem að bíða okkar í stúdentaráði.  Ég hlakka til að vinna með þessu stórkostlega fólki sem ég hef kynnst undanfarnar vikur.  Vökuliðar eiga mikið lof og hrós skilið fyrir mikinn dugnað.  Til hamingju Vaka og þúsund þakkir fyrir stuðninginn  xxx Eva Laufey Kjaran

Grænmetissúpa sem á alltaf vel við.

Mér finnst dásamlegt að vakna þegar að sólin skín og veðrið er gott. Það er merkilegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á skapgerðina. Það verður allt svo mikið betra þegar að dagurinn verður lengri og birtan fær að njóta sín.  Ég verð betri með hverjum deginum sem að líður svo þetta er á góðri leið.  Allan litli bróðir kom heim í dag og mikil ósköp var gott að sjá hann. Sá er sætur og góður! Ég eldaði súpu í kvöldmat. Ég er ótrúlega mikil súpukerling og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi er ótrúlega einföld, ódýr og voðalega góð.  Það er hægt að setja hvað sem er í þessa grænmetissúpu. Ég nota aldrei það sama, bara það sem ég á hverju sinni inn í…

Þakklátur Vökuliði.

Fyrir viku var planið allt annað en að liggja hér eins og skata upp í sófa á þessu góða þriðjudagskvöldi. Fyrir viku síðan fór ég að finna fyrir undarlegum verkjum og viku síðar er ég búin að vera meira og minna rúmliggjandi. Heima fyrir sem og á spítala, búin að fara í aðgerð og er nú á batavegi.  Það var virkilega ekki á „planinu“. Fremur óheppilegur tími, ekki að það sé til heppilegur tími fyrir veikindi en mér finnst svakalega erfitt að geta ekki tekið þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti.   Ég veit að Vökuliðar, það frábæra fólk leggur sig 200% fram í baráttuna og eiga þau mikið lof skilið.  Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki í Vöku…

Spaghetti Bolognese

 Um síðustu helgi þá lagaði ég mér Spaghetti Bolognese.   Mér finnst Spag.Bolognese alltaf ótrúlega gott, sérstaklega með parmesan osti, góðu salati, brauði og rauðvíni. Ég passa mig alltaf á því að gera svolítið mikið svo ég geti borðað réttinn aftur daginn eftir. En hér kemur uppskriftin. 50 gr. Smjör 2 msk. Ólífuolía 50 gr. Beikon 3 stk. Hvítlauksgeirar 6 Kirsuberjatómtar 1 stk. Laukur 1 Lítil gulrót 1 Stilkur sellerí 350 gr. Hakk (Ég notaði nautahakk) 1 dl. Rauðvín 1 msk. Tómatpuré 100 ml. Kjötsoð (Vatn + teningur) 100 gr. Tómatar í dós, saxaðir 100 ml. Vatn 1 tsk. Þurrkað rósmarín 5 – 6 Lárviðarlauf Salt og pipar eftir smekk.  Parmesanostur  Klettasalat  Byrjum á því að hita olíu og smjör í potti. Brúnum beikonið varlega…

1 52 53 54 55 56 80