Í gær þá héldum við nokkur babyshower handa yndislegu vinkonu okkar henni Öglu. Þetta var óskaplega skemmtilegt og amerískt. Við borðuðum á okkur gat, dáðumst að bumbunni og höfðum það gaman saman. Ég prufaði að laga sykurmassa í fyrsta sinn og skreytti kökuna í hvítum,bleikum og bláum lit. Rúsínan í pylsuendanum var sú að ég fékk að lita kremið inn í kökunni í þeim lit sem að sagði til um kynið á barninu. Það var krúttlegt og skemmtilegt. Ég hengdi upp gömul föt af mér og bjó til bleyjuskreytingar. Fríða bakaði og skreytti þessar ljómandi fínu bollakökur. Agla að skera kökuna og spennan var mikil. Hamingjusamir vinir. A baby boy! Hlökkum mikið til þess að fá prinsinn í heiminn. Tilvonandi móðirin sveif um úr hamingju…