Archives

Sneak a peak

 Ég sofnaði út frá því að hugsa um eftirrétti og vaknaði um sjöleytið og fór að huga að eftirréttum fyrir næsta tölublað Gestgjafans.  Sex sumarlegir eftirréttir fóru í myndatöku í dag og mikið sem ég var ánægð með þá. Vonandi verðið þið ánægð með þá – einfaldir og ljúffengir. Þannig ég mæli nú hiklaust með því að þið nælið ykkur í eintak af næsta tölublaði Gestgjafans.  Grillblaðinu sjálfu.  Eftir að hafa byrjað daginn á því að dúlla mér í eftirréttum þá langaði mig í eitthvað ferskt og gott í hádegismat – eitthvað fljótlegt vegna þess að ég er búin að vera á miklum þeytingi í dag.  Sushi úr Sushigryfjunni finnst mér alveg frábært, kaupi það í Hagkaup og mér finnst það agalega gott.  Nú ætla…

Franskar Makrónur.

Þegar að ég fór til Parísar þá prufaði ég makrónur í fyrsta sinn. Það var ást við fyrsta smakk.  Ég hef mjög lengi ætlað að prufa að baka makrónur en ekki alveg treyst mér í það. Ég sá um daginn einfalda uppskrift á youtube (já þar eyði ég miklum tíma í að skoða matreiðslumyndbönd) og ákvað að slá til. Þær heppnuðust ágætlega, auðvitað ekki fullkomnar. En æfingin skapar betri kökur svo ég ætla að baka þær aftur mjög fljótt. Gaman að prufa fleiri liti og aðrar bragðtegundir. Endalausir möguleikar.  Þær smökkuðust vel og ég var komin til Parísar í huganum. Svoleiðis á það að vera. Franskar Makrónur. Uppskrift.   3 Eggjahvítur 210 g. Flórsykur 125 g. Möndlur, fínt hakkaðar. 30 gr. Sykur Dálítill matarlitur  Byrjum á…

Fjórir eftirréttir

Frumraun mín í Gestgjafanum.  Fjórir eftirréttir sem finna má í nýjasta tölublaði Gestgjafans.  Pönnukökur fylltar með berjum, pavloa-bollakaka, mini skyrkaka og hvítsúkkulaðimús með ástaraldinsósu.  Einfaldir og sérlega góðir, að mínu mati.  Ég er yfir mig ánægð með útkomuna.  Ég vona að þið eigið ljúfa helgi framundan, sólin skín og þá er allt svo undursamlegt. xxx Eva Laufey Kjaran

Pasta pasta pasta

Er nokkuð betra en gott pasta og gott rauðvín? Einfalt, fljótlegt og ótrúlega gott. Ég elda mér oft pasta og þessi pastaréttur er ofboðslega góður að mínu mati og mjög fljótlegur, sem er mikill kostur.  Þessi uppskrift er fyrir tvær manneskjur myndi ég halda.  Pasta’Broccoli   200 gr. Penne pasta (Ég notaði spelt penne pasta) 150 gr. Spergilkál 1 – 2 Hvítlauksgeirar 1 Rauður chili (Fínskorinn og fræhreinsaður)  1 – 2 msk. Ólífuolía 6 – 8 Kirsuberjatómatar Salt og pipar Rifinn parmesanostur Aðferð Setjið spergilkálið í pott með sjóðandi saltvatni, lækkið hitann og sjóðið í 7 mínútur. Takið spergilkálið upp úr pottinum og leggið til hliðar, setjið penne í sama vatn og sjóðið í 10 mínútur eða samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.  Hitið olífuolíuna á pönnu…

Ljómandi fín menning á Akranesi.

Þegar að ég kom heim eftir próf í dag þá henti ég mér í kjól.  Mikið sem það er gaman að fara í kjól og að punta sig í prófatíð.    Ég fór í kjól vegna þess að ég fór í leikhús með ömmu minni, afa mínum, bróður mínum og kærustu hans á söngleikinn Blóðbræður sem sýndur er þessa daganna í Bíóhöllinni Akranesi.  Vá Þetta leikrit er frábært, leikararnir eru hver öðrum betri og ótrúlega vel að þessu staðið. Það er greinilegt að Flokkurinn á Akranesi er í miklum blóma og hlakka ég til þess að fylgjast með þeim í framtíðinni. Akranes er stútfullur af hæfileikaríku fólki, svo mikið er víst. Til hamingju öll með frábæra sýningu.  Hvet ykkur öll sem eitt til þess að mæta…

Hugguleg kvöldstund á Akranesi.

Flokkurinn á Akranesi frumsýndi söngleikinn  Blóðbræður eftir Willy Russell þann 28.apríl.  Söngleikurinn er einn af vinsælustu söngleikjum sem settur hefur verið upp síðustu áratugi og verið stanslaust á fjölunum á West End í Englandi síðan 1988. Verkið er bráðskemmtilegt og galsafullt þótt undir niðri liggi djúp og áhrifamikil saga.  Galító veitingastaður á Akranesi býður upp á þessa dagana girnilegan þriggja rétta Leikhúsmatseðill. Galító er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér. Þangað fer ég ansi oft hvort sem það er í hádeginu, um kaffileytið eða á kvöldin. Það er ávallt hægt að ganga að því vísu að fá góðan mat og njóta þess að vera í huggulegu umhverfi. Að því tilefni ætla ég að gefa einum heppnum lesenda gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á…

1 46 47 48 49 50 80