Archives

Lífið Instagrammað

1. Í sumarbústað                2. Með uppáhalds konunum mínum, ömmu og mömmu.  3. Þjóðhátíðarkakan í ár                                          4. Smoothie í krukku  5. Ég og Birta garðyrkjufræðingar með meiru                 6. Ég og fallegu systur mínar 7. Við sundlaugarbakkann í Washington            8. Eva á flandri í sólinni í Washington 9. Stórgóður fiskur     10. Afslöppun í Minneapolis, matreiðslubækur, tímarit og ferskir ávextir.  10. Í dag er mánuður frá því að Hemmi faðir minn féll frá. Þessi mánuður hefur verið sá erfiðasti á ævi minni, það er mikill söknuður…

Amerískar súkkulaðibitakökur

 Amerískar súkkulaðibitakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér og baka ég þær mjög oft, ég reyni að betrumbæta uppskriftina mína í hvert sinn og ég er svei mér þá viss um að þessar kökur séu þær bestu sem ég hef bakað. Þær komast mjög nálægt því að vera jafn mjúkar og subway kökurnar góðu, ég miða oft við þær kökur vegna þess mér finnst þær svo svakalega góðar.  Það er bæði afskaplega fljótlegt og þægilegt að baka þessar kökur, ég tvöfalda oftast þessa uppskrift og rúlla helminginum af deiginu í plastfilmu og læt inn í frysti. Þegar ég á von á góðum gestum þá er svo gott að eiga deig í frystinum til þess að taka út, skera í litla bita og setja inn í…

Skúffukakan hennar Eddu

Edda kökukona og Björg Sigríður sem sá um að smakka kremið.  Það er í nægu að snúast þessa dagana hjá okkur fjölskyldunni en það er svo sannarlega alltaf tími fyrir kökuát og smá huggulegheit. Edda hefur boðið okkur upp á svo ljómandi góða skúffuköku að ég verð að fá að deila uppskriftinni með ykkur, þessi kaka er ein sú besta sem ég hef smakkað. Ég segi það satt.  Kakan er borin fram þegar hún er enn volg með rjóma eða ís. Auðvitað má bera hana fram kalda líka en kakan er stórfengleg þegar hún er volg, best er að drekka ískalda mjólk með. Við höfum held ég öll systkinin dásamað þessa köku í bak og fyrir, enda miklir súkkulaðisælkerar (ég vil ekki segja súkkulaðigrísir, haha). …

Morgunbollinn í sveitinni

Morgunkaffið drukkið í sveitinni í ró og næði, þvílíkur draumur. Veðrið er ferlega gott, loksins lét sólin sjá sig. Allt verður svo miklu betra í sólinni, eruð þið ekki sammála? Ég var orðin þreytt á gráum skýjum. Dagurinn í dag fer því í göngur, garðvinnu og notalegheit.   Í dag útskrifast nokkrir vinir mínir úr  Háskóla Íslands og mikið sem ég er montin af mínu fólki. Vildi að ég gæti knúsað þau öll í dag en það verður víst að bíða til betri tíma. Hamingjuóskir með daginn þið sem eruð að útskrifast, hipp hipp húrra fyrir ykkur!  Ég vona að þið eigið góða helgi framundan kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Kókosbolludraumur

Þjóðhátíðardagurinn okkar er á morgun og því er tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum í kaffi. Það er ekkert betra en að eyða deginum með fólkinu sínu, byrja á góðu kaffiboði og rölta saman í bæinn. Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er að dásamlegri kókosbolluköku. Ég er sérstaklega hrifin af marenstertum og þá sér í lagi ef kókosbollur fá að vera með. Marens, rjómi, súkkulaði og fersk ber. Það getur nú varla verið betra. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift, hún er af einföldustu gerð og slær alltaf í gegn.   Kókosbolludraumur.  Þessi uppskrift miðast við 10 – 12 manns.  Marensbotn: 3 eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk lyftiduft 3 dl Rice krispies Þeytið eggjahvítur, bætið sykri út í…

04.06.13

Ég er svo ótrúlega rík að hafa átt tvo pabba í mínu lífi. Þann fjórða júní kvaddi þessi einstaki maður þennan heim, alltof snemma. Fjörið var rétt að byrja hjá okkur. Ég er svo þakklát  fyrir þann tíma sem við áttum saman sem var einstaklega ljúfur. Minningarnar um yndislegan mann sem ég á eftir að sakna óskaplega mikið lifa að eilífu.  Mig langar svo að þakka ykkur vinum mínum og lesendum fyrir fallegar kveðjur.  Ég met þess mikils og kveðjurnar ylja svo sannarlega hjartað. Risaknús tilbaka á ykkur öll. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Bókin, lautarferð og flugið.

 Elsku vinir, ég vona að þið afsakið bloggleysið hjá mér undanfarna daga. Ég er á fullu að leggja lokahönd á bókina mína, semsé allt skriflegt efni. Ég skila því af mér á næstu dögum. Maginn á mér er yfirfullur af fiðrildum, aðallega góðum þó svo að smá stress poppi upp af og til. Þetta er spennandi og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.  Maturinn hér að ofan er hins vegar fyrir Gestgjafann, ég er að setja saman ljúffenga lautarferð. Ég er búin að vera mjög spennt fyrir þessu verkefni og ég hlakka til að fara með vinum mínum í lautarferð í sumar. Maður gerir alltof lítið af því! Ég er að leggja lokahönd á textann, maturinn er klár og því fer…

Ljúffengur chiagrautur

Þetta er uppáhaldið mitt í morgunsárið, ég elska þegar ég hef nægan tíma á morgnana til þess að útbúa mér morgunmat. Hundfúlt að fara með tóman maga út í daginn. Þessi grautur eru sérstaklega einfaldur og fljótlegur, svo er hann líka mjög góður. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið prófið og njótið vel.  Chia grautur  1 dl haframjöl 1 1/2 dl vatn 1 1/2 dl mjólk 3 msk chia fræ smá salt Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Berið grautinn fram með smá agavesírópi og ferskum berjum. Ég var svo heppin að fá þrjár öskjur af dásamlegum Íslenskum jarðaberjum í gær og ég naut þess að borða þau í morgunsárið….

Góðir vinir í Kaupmannahöfn

Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og ég gerði í þessari helgarferð með bestu vinum mínum. Almáttugur hvað ég á skemmtilega vini, við nutum þess svo sannarlega að vera saman  í Kaupmannahöfn. Það var svolítið tómlegt að vakna ekki með þeim í morgun en það var líka gott að vakna hjá Hadda mínum. Ríkidæmið  að eiga svona góða vini og það sem ég hlakka til  að hitta þau sem fyrst og rifja upp skemmtilegar minningar úr ferðinni góðu. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af lokadeginum í Köben.  Agla og Fríða í bröns.  Gleraugnagengið.  Dásamlegur bröns, það má segja að við séum búin að borða fyrir árið.  Fórum í siglingu eins og góðum túristum sæmir.  Hafmeyjan.  Úps.  Og já það var fengið…

1 21 22 23 24 25 80