Ég slæ ekki hendinni á móti góðri pizzu. Í síðasta þætti í Matargleði Evu lagði ég áherslu á sumarlega rétti. Mér finnst alltaf gaman að baka góða pizzur, það er bæði hægt að baka þær í ofninum eða setja þær á grillið. Hér eru uppskrifir að tveimur pizzum í mínu eftirlæti sem ég mæli með að þið prófið um helgina. Ítalskur pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g hveiti 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá…