Archives

Pizzaveisla á blogginu, humarpizza og meira til!

Ég slæ ekki hendinni á móti góðri pizzu. Í síðasta þætti í Matargleði Evu lagði ég áherslu á sumarlega rétti. Mér finnst alltaf gaman að baka góða pizzur, það er bæði hægt að baka þær í ofninum eða setja þær á grillið. Hér eru uppskrifir að tveimur pizzum í mínu eftirlæti sem ég mæli með að þið prófið um helgina.  Ítalskur pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g hveiti  1 tsk salt  2 msk olía  Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá…

Amerískar súkkulaðipönnukökur með ristuðum pekanhnetum

Amerískar pönnukökur hafa lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og í morgun ákvað ég að breyta aðeins uppskriftinni sem ég nota yfirleitt. Aðal breytingin er sú að ég bætti kakó út í deigið og smá kanil, nú eru þetta þess vegna súkkulaðipönnukökur. Þær eru algjört lostæti og sérstaklega með ristuðum pekanhnetum. Ég mæli með að þið prófið þessar einföldu og bragðgóðu pönnukökur.  Amerískar súkkulaðipönnukökur 5 dl Kornax hveiti 2 tsk lyftiduft  2 msk kakó  1 tsk kanill 1 Brúnegg 2 dl ab mjólk  2 – 3 dl mjólk 1 msk sykur 1 tsk vanilla extract eða vanilludropar 2 msk brætt smjör  Aðferð:  Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eitt egg og mjólk saman.  Hellið eggjablöndunni saman við þurrefnin og bætið ab mjólk og vanillu…

Ómótstæðileg skyrkaka með hvítu súkkulaði og jarðarberjum

Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. Það þarf ekki að baka eitt né neitt. Ég byrja á því að gera botninn. Í þennan botn fer 1 ½ pakki af lu bastogne kexkökum og 150 g af bræddu smjöri.Botn1 pk lu bastogne kex150 g smjörKexið og smjörið er maukað vel saman í matvinnsluvél. Þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu. Geymið botninn í kælið á meðan þið útbúið fyllinguna. Fylling500 g vanilluskyr3 dl rjómi1 msk flórsykur1 tsk vanilluduft eða paste100 g hvítt súkkulaði, brættBer og súkkulaði eftir smekk notað til að toppa Aðferð:1. Léttþeytið rjóma og leggið til hliðar.2. Hrærið skyrinu, flórsykrinum og vanillu saman í smá sund. 3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. 4. Blandið…

Gómsætir ostaréttir sem kitla bragðlaukana

Í síðasta þætti af Matargleði Evu heimsótti ég mygluostabú MS í Búðardal og fékk að fylgjast með ostaframleiðslunni. Hér eru tveir ostaréttir sem eru ofboðslega góðir og ég fæ ekki nóg af. Ofnbakaðir ostar eru hreint afbragð og ostasalatið er fullkomið á veisluborðið.  Gómsætir ostaréttir sem ég mæli með að þið prófið.  Ofnbakaður Stóri Dímon 1 Stóri Dímon 2 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif, marið  1 msk smátt saxað rósmarín Aðferð:  Blandið olíu, hvítlauk, rósmaríni og ögn af salti saman í skál. Stingið hníf í ostinn og snúið aðeins upp á hnífinn, hellið blöndunni yfir ostinn. Bakið við 180°C í 8 – 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.  Gott að vita! Það er hægt að baka ostinn í öskjunni sem hann kemur í….

Matargleði Evu. Fjórði þáttur, dögurður.

Dögurður eða brunch er fullkomin máltíð sem sameinar bæði morgunmat, hádegismat og í flestum tilvikum ljúfar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Hér koma uppskriftir að gómsætum réttum sem ég bjó til í matreiðsluþætti mínum á Stöð 2, Matargleði Evu sem eru sýndir á fimmtudagskvöldum kl 20.10. Amerískar pönnukökur 5 dl. hveiti  3 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt  2 Egg 4 dl. AB mjólk 2 -3  dl. mjólk  3 msk. smjör (brætt)  1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur 1 msk. sykur  Aðferð: Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman. Bræðið smjör og leggið til hliðar. Pískið egg og mjók saman í skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitið, bætið smjörinu einnig saman við og hrærið vel í með sleif. Bætið ab mjólkinni út í og hrærið þar til…

Páskarnir mínir

Páskarnir voru mjög ljúfir hjá okkur, það var eingöngu slappað af og borðað. Það var gott að hafa fjölskylduna heima en þau búa í Noregi, það vantaði að vísu eldri systur mína hana Mareni og fjölskyldu hennar sem við söknuðum sárt. Páskarnir ganga einfaldlega út á það að njóta og vera með fólkinu sínu. Ég var endurnærð eftir þetta frí, að vísu var ég mjög spennt að hvíla súkkulaðið í bili enda borðaði ég á mig gat og meira til, það var ekki annað hægt þegar móðir mín töfrar fram veislumat á hverjum degi. Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur og ég vona að þið hafið átt góða páska. Ljúffengar andabringur í appelsínusósu a’la mamma  Súkkulaðimúsin sem slær alltaf í gegn  Nautalund með…

Instagram myndir @evalaufeykjaran

 1. Ingibjörg Rósa heimsótti mömmu sína í vinnuna og kunni bara vel við sig fyrir framan myndavélarnar.  2. Vesturbæjarísinn klikkar ekki.   3. Á myndinni má sjá tvær Rósir að fagna því að sú stutta er byrjuð að klappa.  4. Forsíðumynd á Lífinu, fylgirit Fréttablaðsins.   5. Svarið er nei, það er ekki hægt að vera meira krútt! 6. Ljúfur dagur í New York með heimsins bestu vinum, Stefán minn er bakvið myndavélina.  7. Að sjálfsögðu var súkkulaðieggjagleði í vinnunni í vikunni.  8. Það er ekkert betra í þessum heimi en þetta knús (og þessar kinnar). 9. Ég er heppnust, vinn með eintómum snillingum.  10. Við Haddi fórum á árshátíð Icelandair um daginn, það var mjög skemmtilegt.   Ég vona að þið eigið gott páskafrí kæru lesendur.  xxx…

Bakvið tjöldin; Matargleði Evu

Næstkomandi fimmtudagskvöld fara matreiðsluþættirnir mínir, Matargleði Evu í loftið. Við erum á fullu þessa dagana að taka upp efni og það er ofboðslega gaman hjá okkur í vinnunni. Ég er svo heppin að vera í frábæru teymi og saman vinnum við í því að gera góða matreiðsluþætti. Hér eru nokkrar myndir af tökustað, í fína eldhúsinu mínu.  Ég er svo heppin að hafa hana Rikku sem leikstjóra, hún er frábær og algjör fagmaður. Tommi tökumaður einbeittur að mynda granóla.  Þetta er hún Vera mín sem aðstoðar mig á tökustað, hún er svo skemmtileg og gaman að vera í kringum hana. Hér pósar hún með brauði, allt eins og það á að vera.  Ingibjörg Rósa og Haddi kíktu að sjálfsögðu á okkur, Ingibjörg var bara sátt…

Nýr matreiðsluþáttur á Stöð 2…

Þann 12.mars hefja matreiðsluþættirnir mínír, Matargleði Evu göngu sína á Stöð 2. Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til starfa og algjör forréttindi að fá að starfa með frábæru fólki. Ingibjörg Rósa er í góðu yfirlæti heima með ömmum, öfum, frænkum og frændum meðan ég er í eldhúsinu sem ég hlakka til að sýna ykkur þarnæsta fimmtudagskvöld. Ég er mjög spennt að vera komin aftur í eldhúsið eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. haha:o)  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Fimm myndir

Bleikir og fallegir túlípanar fegra heimilið Það er svo agalega notalegt að kúra með dömunni minni, kúrið varir þó ekki lengi því henni finnst mikið skemmtilegra að vera á hreyfingu og hafa smá fjör í þessu.  Ingibjörg Rósa drottning heimilisins bræðir mig alla daga og ég fæ ekki nóg af því að mynda hana.  Blómagleðin á heimilinu, það er svo gaman að eiga fín og falleg blóm. Þennan blómvönd gaf hann Haddi minn mér á konudaginn.  Uppáhaldið mitt í miðbænum, Matarkistan. Ég ELSKA góðar makkarónur og í Matarkistunni eru þær lang bestar. Þetta er ótrúlega falleg sælkerabúð og mig langar í allt hjá henni Sigurveigu ofurkonu í eldhúsinu. Ef þið hafið ekki kíkt þangað þá mæli ég með að þið gerið það undir eins.  xxx…

1 9 10 11 12 13 80