Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…