Archives

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…