Æ það er í alvöru talað eitt það besta að byrja daginn á pönnukökubakstri, það gerist eingöngu á frídögum og ég nýt þess í botn. Uppskriftin hér fyrir neðan er ótrúlega einföld og þægileg, sem er plús. Við viljum ekkert flækja hlutina snemma á morgnana. Ég bæti stundum bönunum út í deigið og mér þykir það æðislega gott, en auðvitað má sleppa því eða bæta einhverju öðru góðu út í deigið. Amerískar pönnukökur með bönunum Hráefni 1 egg 5 dl KORNAX hveiti 3 tsk lyftiduft 1/2 tsk. Salt 3 msk. Smjör ( brætt) 4 dl. Mjólk (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið meiri mjólk út í) 1 tsk vanillusykur 1 banani Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salt í skál. Bræðið smjör,…