Archives

Stökkar Berlínarbollur með jarðarberjasultu

Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni en það styttist óðum í bolludaginn sem í mínum bókum er einn besti dagur ársins. Í þættinum fór ég yfir fjórar bollu uppskriftir og ein af þeim var að sjálfsögðu stökkar berlínarbollur með jarðarberjasultu, það er eitthvað við þessar bollur sem ég fæ ekki nóg af. Hvílíkt lostæti, ég hafði þær fremur smáar sem er enn skemmtilegra. Ég mæli með að þið prófið þessar um helgina, best er auðvitað njóta þeirra strax á meðan þær eru enn heitar.   Berlínarbollur með jarðarberjasultu 14 – 16 litlar bollur 80 smjör, brætt 1 dl mjólk 2 egg, léttpískuð 300 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk sykur 1 tsk vanillysykur Jarðarberjasulta Ljós olía…

Æðisleg rjómaostabrownie með hindberjum

Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og hún hefur skotist frá Akranesi til Reykjavíkur og passað dömuna okkar í nokkur skipti. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona góðar frænkur, svo mikið er víst. Við færðum henni þess vegna góða súkkulaðiköku sem við fengum svo auðvitað að smakka hjá henni, hehe. Kakan var ótrúlega góð, sérstaklega nýbökuð með ísköldu mjólkurglasi. Ég náði því nú verr og miður ekki að dunda mér við að taka myndir en þessar myndir koma því vonandi…

Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það var ást við fyrsta smakk. Það má til gamans segja frá því að tökuteymið mitt var tæplega fimm mínútur að klára þessa köku, aldrei áður hefur neinn réttur horfið svo fljótt. Það er þess vegna rík ástæða fyrir ykkur að prófa kökuna um helgina,  þið eigið eftir slá í gegn 🙂 Döðlukaka með heimsins bestu karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi…

Pottabrauð og æðislegt pestó úr öðrum þætti af Matargleði Evu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að eiga góða basilíku, hnetur, parmesan og ólífuolíu. Svo er hægt að bæta öðrum hráefnum við, það fer bara eftir stuðinu í manni 🙂 Rósmarín-og hvítlauksbrauð með æðislegu pestói 470 g brauðhveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1 msk ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif   Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. Hellið deiginu…

Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka

Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina að vild og bæta því sem manni finnst gott saman við. Eins og ég var búin að segja ykkur þá var viðfangsefni fyrsta þáttarins hjá mér hollar og fljótlegar uppskriftir en ég ákvað að setja þessa með, hún er kannski ekkert svo svakalega holl en hún getur verið það fyrir sálina þegar janúarlægðin nær hámarki og úti er kalt.. Þá er eiginlega bara nauðsynlegt að fá sér góða köku og njóta. Það finnst allavega mér…

Smoothie skál sem er stútfull af hollustu

Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.   Smoothie skál með allskonar berjum Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðarber 1 msk hnetusmjör 1 banani 1 tsk chia fræ Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar 2 – 3 msk grískt jógúrt Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur,…

Gróf rúnstykki með sólblómafræjum

Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar og þá skýst ég frekar út í bakarí og kaupi nokkur rúnstykki. Það er þó miklu skemmtilegra að baka sitt eigið brauð og þess vegna hvet ég ykkur til þess að prófa uppskriftina. Ég hef meira að segja sleppt að láta bollurnar hefast í klukkstund, lét þær eingöngu hefast í 15 mínútur á pappírsklæddu ofnplötunni. Það kom ekki niður á bragðinu – svo ef þið viljið svindla eins og ég geri stundum þá ætti það…

Hollara bananabrauð

Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá hráefni sem er alltaf kostur. Að vísu var brauðið aðeins dekkra hjá mér, ég var með það of lengi í ofninum en þannig var að Ingibjörg Rósa mín er búin að vera lasin og það tók aðeins lengri tíma að svæfa hana í lúrnum í gærdag og það hvarflaði ekki að mér að rjúka niður og taka brauðið út þegar sú litla var alveg sofna, ég náði þó að bjarga brauðinu áður en það brann…

Æðisleg gulrótarkaka með rjómaostakremi

  Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt uppáhald og það fór nóg af kremi á kökuna hjá mér fyrr í dag. Helgin hefur verið fljót að líða og við fjölskyldan höfum haft það rosa gott hér heima fyrir, ég ætlaði að vísu að vera búin að sortera alla skápa í íbúðinni en hef ekki komist í það… ójæja, það kemur alltaf önnur helgi 😉 Miklu mikilvægara að eyða tímanum í bakstur og notalegheit. Ég vona að þið hafið haft það fínt um…

Bomba ársins

Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki. Ég lofa ykkur að þið verðið ekki vonsvikin, hún er algjört sælgæti og passar fullkomnlega í áramótpartíið. Hún grípur augað strax og er svolítið mikil en það er nú þannig á áramótunum að allt er leyfilegt.   Sannkölluð karamellubomba Súkkulaðibotnar 3 bollar Kornax hveiti (1 bolli = 2,5 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu) 5-6 msk. kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2…

1 9 10 11 12 13 18