Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni en það styttist óðum í bolludaginn sem í mínum bókum er einn besti dagur ársins. Í þættinum fór ég yfir fjórar bollu uppskriftir og ein af þeim var að sjálfsögðu stökkar berlínarbollur með jarðarberjasultu, það er eitthvað við þessar bollur sem ég fæ ekki nóg af. Hvílíkt lostæti, ég hafði þær fremur smáar sem er enn skemmtilegra. Ég mæli með að þið prófið þessar um helgina, best er auðvitað njóta þeirra strax á meðan þær eru enn heitar. Berlínarbollur með jarðarberjasultu 14 – 16 litlar bollur 80 smjör, brætt 1 dl mjólk 2 egg, léttpískuð 300 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk sykur 1 tsk vanillysykur Jarðarberjasulta Ljós olía…