Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar! Morgunverðarpanna að hætti sælkerans Ólífuolía 7 – 8 kartöflur 1 laukur 1 rauð paprika 5 – 6 sneiðar gott beikon 3 – 4 Brúnegg kirsuberjatómatar steinselja basilíka salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið…