Archives

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Heilhveitibrauð með sólblómafræjum

Í gær eldaði ég grænmetissúpu og bakaði einnig einfalt heilhveitibrauð með sólblómafræjum sem ég var svo ánægð með að ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Ég nota heilhveiti talsvert mikið í bakstur en heilhveiti er malað með kími og klíði og því mun næringarríkara en hvítt hveiti. Heilhveitið hentar vel til brauðgerðar en deig úr því er þó aðeins þyngra í sér en brauð úr hvítu hveiti, svo ef þið eigið uppskriftir þar sem eingöngu hvítt hveiti er notað þá er ágætt að setja minna af heilhveiti, alltaf að setja minna en meira en þá er svo auðvelt að bæta við ef þess þarf. Fullkomið brauð fyrir útileiguna í sumar, tilvalið að skera það niður og setja gott álegg á milli og skella sér…

Kotasælubollur og bráðhollt túnfiskssalat

Á morgnana og þá sérstaklega um helgar elska ég að baka morgunverðarbollur í ró og næði. Það gefst ekki mikill tími til baksturs á morgnana á virkum dögum en ég nýt þess í botn á laugardögum, að hella upp á gott kaffi og baka brauð í rólegheitum. En takið eftir að hér er ég að lýsa fullkomnum laugardegi, þeir byrja nú ekki allir svona. Ég fékk svo góðar bollur hjá vini okkar í morgunkaffi um daginn en þær bollur innhéldu kotasælu. Ég hef ekki hætt að hugsa um bollurnar sem ég fékk í morgunkaffinu og ákvað þess vegna að prófa mig áfram í morgunbollubakstri með kotasælu. Kotasælan gerir það að verkum að bollurnar verða dunmjúkar og góðar, ég elska kotasælu og nota hana mjög mikið…

Gróf rúnstykki með sólblómafræjum

Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar og þá skýst ég frekar út í bakarí og kaupi nokkur rúnstykki. Það er þó miklu skemmtilegra að baka sitt eigið brauð og þess vegna hvet ég ykkur til þess að prófa uppskriftina. Ég hef meira að segja sleppt að láta bollurnar hefast í klukkstund, lét þær eingöngu hefast í 15 mínútur á pappírsklæddu ofnplötunni. Það kom ekki niður á bragðinu – svo ef þið viljið svindla eins og ég geri stundum þá ætti það…

Brauðbollur með hörfræjum

Ilmurinn af nýbökuðu brauði er dásamlegur. Þegar ég er í morgunstuði, þá baka ég eitthvað gott og nýt þess í botn að fá mér góðan morgunmat í rólegheitum á meðan Ingibjörg Rósa tekur lúrinn sinn. Ilmurinn af nýbökuðu brauði og kaffi er ofsalega góður og hefur róandi áhrif. Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til. Það kemur fyrir að baksturinn gangi bara ekki neitt – þá stekk ég út í bakarí. Æfingin skapar meistarann og ég held áfram að æfa mig. Öðruvísi lærum við ekki neitt. Þessar bollur eru af einföldustu gerð, það er lygilega fljótlegt að útbúa þær. Brauð eru alltaf langbest…