Archives

Vatnsdeigshringur með karamellufyllingu

Vatnsdeigsbollur/hringur 10 – 12 bollur eða einn stór hringur Hráefni: 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Forhitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. Setjið deigið  í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka…

Ómótstæðilegar rjómabollur

Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og frá því að ég var lítil þá hefur þessi dagur verið í algjöru uppáhaldi. Ég veit fátt betra en vatnsdeigsbollu með sultu og rjóma, eða annarri góðri fyllingu. Þegar ég var yngri var mikið sport að fá bollu með bleikum og dísætum rjóma, mamma bakaði alltaf heil ósköp af bollum og svo voru alltaf fiskibollur um kvöldið og rjómabollur í desert. Svo vorum við að sjálfsögðu með bolluvendi en ég hef ekki föndra mér slíkan undanfarin ár, ég hlakka til þegar Ingibjörg Rósa smakkar sína fyrstu bollu. Það verður auðvitað ekki nú í ár en kannski á næsta ári, ég er kannski eina móðirin sem hlakka til að bjóða barninu…

Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu

Það eru margir sem þola illa glútein og vilja sleppa því. Sjálf borða ég það, en mig langaði engu að síður að búa til glútenfríar bollur fyrir þá eða þær sem vilja sleppa glúteini. Ég notaði glútenfrítt mjöl frá Finax í bollurnar, persónulega finn ég engan mun á þeim sem innihalda ekki glútein og týpískum vatndeigsbollum. Það er eingöngu munur á áferðinni á deiginu þegar ég bý þær til, glútenfría mjölið er mjög fíngert, deigið verður því léttara í sér og þarf því örlítið meira magn af mjölinu. Að öðru leyti bragðast þetta eins og eru bollurnar sérstaklega góðar með gómsætri jarðaberjafyllingu. Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu 8 – 10 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur (má sleppa) 120 g Finax glútenfrítt mjöl 3 stór egg (eða fjögur lítil) Aðferð: Hitið…

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu og berjafyllingu.

Það styttist í bolludaginn dásamlega. Ég held mikið upp á bolludaginn þar sem ég veit fátt betra en mjúkar vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu og góðu kremi. Vatnsdeigsbollur bjóða upp á marga möguleika og það er mjög gaman að prufa sig áfram. Þessi uppskrift að vatnsdeigsbollum kemur úr Gestgjafanum og mér finnst hún mjög góð. Ég mæli svo sannarlega með að þið setjið upp betri svuntunar í dag og hefjið bollubakstur. Vatnsdeigsbollur 9 – 12 bollur 50 g smjör 2 dl vatn 100 g hveiti 3 meðalstór egg  1. Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða vel í blöndunni. 2. Bætið hveitinu út í. 3. Hrærið vel saman með sleif, þar til deigið er sprungulaust. Látið deigið kólna í smástund áður en þið bætið eggjum saman við….