Chocolate Chip Cookies

250 gr. Hveiti
1 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
220 gr. Smjör
170 gr. Sykur
170 gr. Púðursykur
2 Stór egg
200 gr. Dökkt súkkulaði
50 gr. Valhnetur
2 tsk. Vanilludropar

 Blandið saman eggjum, púðursykrinum og sykrinum. Bætið síðan við vanilludropum. Ath. að blanda einu og einu eggi saman við í einu. Látið eitt egg blandast í hér um bil tvær mínútur þar til því næsta er bætt við.

Valhnetur og súkkulaðidropar. 

Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu. 
Blandið því rólega saman við hina blönduna og hrærið á góðum hraða í hér um bil fimm mínútur. 

Síðast en ekki síst bætið þið valhnetum og súkkulaðinu saman við, hrærið léttilega í smá stund og þá er þetta tilbúið.
Inn í ofn í um það bil 12 mín við 190°
Beauties. 

Langbest nýkomið úr ofninum og ísköld mjólk með. Ansi góðar súkkulaðibitakökur og einfaldar. Smá upplyfting í miðri viku 🙂

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

  • Hæ hæ… vildi bara benda á að það stendur blandið saman eggjum og sykri en á líklega að vera smjör og sykri (allavega skv. myndunum). Þegar ég gerði þetta síðast þá fór ég eftir því sem stóð og þegar ég fór yfir hráefnin í lokin sá ég að ég var ekki búin að setja smjörið. Þær urðu reyndar alveg góðar en kannski gott að laga þetta svo fólk gleymi ekki smjörinu =) Takk annars fyrir frábæran vef, hlakka til að eignast bókina.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *