Matarboð með góðum vinum er eitt af því yndislegasta sem ég veit um.
Í gærkvöldi bauð ég bestu vinum mínum í mat. Við hittumst sjaldan öll saman og þegar að það gerist þá er ansi gaman hjá okkur. Við höfum verið góðir vinir frá því að við vorum lítil, og þó höfum líka verið óvinir í gamla daga og það sanna dagbækur Dísu. En þó svo að við hittumst sjaldan þá erum við alltaf jafn góðir vinir, þannig er besti vinskapurinn. Mér þykir svakalega vænt um þau.
Búið að dekka borðið og fínar rósir fá að njóta sín
Hvítlauksbrauðin að búa sig undir ferð í ofninn..
Maturinn kominn úr ofninum, lasagne.
Frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt með berjum og rjóma..
Kátir vinir
xxx