Tíramisú, guðdómlegur ítalskur eftirréttur. Þessi eftirréttur er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að prufa hann á gamlársdag.
Hér kemur uppskriftin.
4 Egg
100 gr. Sykur
400 gr. Philadelphia rjómaostur (Ég ætlaði að nota mascarpone rjómaost en hann var ekki til hérna á Skaganum, en það er í góðu lagi að nota venjulegan rjómaost)
250 gr. Kökufingur (Lady Fingers)
3 – 4 bollar mjög sterkt kaffi.
3 – 4 msk. Amarula líkjör
1 tsk. Vanilla Extract
Kakó til þess að dreifa yfir
4 dl. Þeyttur rjómi
Aðferð
Byrjum á því að stífþeyta eggin og sykurinn saman þar til myndast þykk froða. Blöndum síðan ostinum saman við eggjablönduna og þeytum í smá stund. Svo er rjómanum, vanillu extractinu og amarula líkjörinu bætt saman við og blandað varlega með sleif.
Því næst veltum við köku fingrunum upp úr kaffinu og röðum þeim með jöfnu millibili í form. Svo setjum við helminginn af ostablöndunni ofan á, stráum smá kakó yfir og svo endurtökum við leikinn þannig að þetta verður lagskipt kaka. Svo stráum við vel af kakó yfir.
Því næst veltum við köku fingrunum upp úr kaffinu og röðum þeim með jöfnu millibili í form. Svo setjum við helminginn af ostablöndunni ofan á, stráum smá kakó yfir og svo endurtökum við leikinn þannig að þetta verður lagskipt kaka. Svo stráum við vel af kakó yfir.
Inn í kæli í lágmark fjórar klukkustundir.
Ljúffengur eftirréttur sem gaman er að bera fram.
xxx
Eva Laufey Kjaran