BANOFEE PIE

Uppáhalds pæið mitt án efa – karamellupæ með bönunum og sætum rjóma.

Sjómannadagurinn í dag og því er heldur betur tilefni til þess að skella í eina böku.

Botn:

400 g kexkökur (ég nota yfirleitt digestive kex)

170 g smjör, brætt

2 tsk sykur

Aðferð:

  1. Setjið hráefnin í blandara/matvinnsluvél þar til kexblandan er orðin að fínni mylsnu.
  2. Setjið kexblönduna í hringlaga bökuform (helst smelluform) og þrýstið blöndunni vel í formið og upp með börmum á forminu.
  3. Kælið bökuskelina í 30 mínútur.

Fylling:

550 Dulce de leche karamella

2 bananar

Aðferð:

  1. Hellið karamellunni í bökuskelina, skerið niður banana og raðið yfir karamelluna.
  2. Kælið bökuna í lágmark klukkustund – því lengur því stífari verður karamellan.

Sætur rjómi

400 ml

2 msk sykur

50 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið sykur og rjóma í hrærivélaskál og þeytið þar til rjóminn er vel þeyttur.
  2. Setjið rjómann yfir bökuna og stráið litlum súkkulaðibitum yfir í lokin.
  3. Berið strax fram og njótið vel.

Njótið vel og eigið góðan sunnudag.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *