Babyshower er veisla sem haldin er til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Amerísk hefð að sjálfsögðu en mikil ósköp er gaman að halda svona boð, þetta er auðvitað bara afsökun fyrir kökuáti með vinkonum. Það hefur verið hefð í okkar vinahópi að halda slíkar veislur og ég verð að viðurkenna að mér finnst fátt skemmtilegra en að plana slík boð. Í gær var svo komið að því að halda boð fyrir Fríðu vinkonu mína sem á von á lítilli dömu í næsta mánuði. Krúttlegheitin brutust út og það var nostrað við hvern bita, það ranghvolfa sjálfsagt margir augunum fyrir umstanginu en okkur þykir þetta svo skemmtilegt og allt sem gerir lífið skemmtilegra er af hinu góða.
Eins og ég var búin að segja þá er sterk hefð fyrir veislum af þessu tagi í Bandaríkjunum og við hér á Íslandi mættum taka Kanann til fyrirmyndar. Einlæg, falleg og öðruvísi veisla sem gleður.
Hér koma myndir af veislunni og uppskrift að vanilluköku með banana- og karamellufyllingu.
Litlar berjaostakökur með hvítu súkkulaði, ég mun birta þessa uppskrift mjög fljótlega.
Þessir súkkulaðibitar voru ómótstæðilegir, ég þarf að fá uppskriftina hjá Öglu vinkonu og birta hana hér. Brownies með jarðarberjafyllingu og súkkulaðimús.
Mímósubarinn klár og barnakampavínið fyrir tilvonandi mömmurnar í kælingu
Nýtt uppáhald, litlar pönnukökur með bláberjasírópi og stökku beikoni
Elísa Guðrún, Heiður, Silja Sif og Gyða
Fríða, Svava Mjöll og Bryndís
Íris Elín dásamlega litla vinkona mín
Agla, Eva og Þórdís Kolbrún
Emilía og Sigríður Margrét
Marengskossar með sítrónufyllingu og ferskum berjum.
Vanillukaka með banana-og karamellufyllingu
5 eggjahvítur (notið rauðurnar t.d. í lemon curd)
1 Brúnegg
240 ml mjólk
2 ½ vanilla extract (góð vanilla)
350 Kornax hveiti
400 g sykur
3 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
170 g smjör, við stofuhita
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Hrærið eggjum, mjólk og vanillu
saman í skál, leggið til hliðar. - Sigtið saman hveiti og
lyftiduft. (Með því að sigta mjölið saman verður það eins fínt og mögulegt er
og kakan á auðveldara með að lyfta sér) - Blandið öllum þurrefnum saman og
bætið smjörinu við í nokkrum pörtum, það tekur um það bil fjórar mínútur. - Bætið síðan eggjablöndunni saman
við í þremur skömmtum, það er ágætis regla að stoppa af og til og skafa meðfram
hliðum á skálinni svo allt blandist örugglega vel saman. - Smyrjið tvö hringlaga form og
hellið deiginu í formin. Bakið við 25 – 30 mínútur við 180°C. - Kælið mjög vel áður en þið
smyrjið kreminu á kökuna.
Vanillusmjörkrem og ljúffeng karamellufylling
250 g smjör
500 g flórsykur
4 msk rjómi (eða mjólk)
2 tsk vanilla extract
smá vanillusykur
matarlitur
Aðferð:
- Hrærið
saman smjör og flórsykri í 3 mínútur, bætið rjómanum og vanillu saman við í
tveimur skömmtum. - Kremið
verður léttara og betra ef það fær að blandast vel saman, ég hræri það í um það
bil fimm mínútur. Að þessu sinni notaði ég bleikan matarlit og bætti honum
saman við í lokin. Wilton gel matarlitir eru í mínu eftirlæti. - Ég
skipti kreminu í tvennt, tók smá hluta sem ég ætlaði að nota sem fyllingu og
sleppti að nota matarlit í þann hluta.
Karamellu- og bananafylling
6 stórar msk smjörkrem, ólitað
2 bananar
2 msk góð karamellusósa t.d. Dulce de leche
Aðferð:
- Blandið
öllu saman í hrærivél í smá stund og smyrjið á milli kökubotnanna. - Þekjið
kökuna með smjörkremi og skreytið að vild. - Best
finnst mér að geyma þessa köku í kæli í svolitla stund áður en ég ber hana
fram.
Þetta var frábær dagur með skemmtilegum vinkonum og hér má sjá fallegu vinkonu mína hana Fríðu sem verður mamma eftir nokkrar vikur.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.