Andleg og líkamleg næring

 LOKSINS var gott veður á Skaganum í gær, ég gat ekki hugsað mér að vera inni svo ég ákvað að fara upp á Akrafjall. Ég var ekki búin að fara upp á fjall í nærri því tvö ár. Það var vissulega erfitt en almáttugur hvað það jafnast fátt á við þá sældartilfinningu þegar upp á toppinn er komið. Ég sat þar lengi og naut þess að horfa á dásamlegt útsýni í góða veðrinu.
 Akranesið mitt fallega. 
Æ þetta var voðalega notaleg stund, fjallaganga er bæði ótrúlega góð fyrir líkama og sál. Ég kom endurnærð niður, ég get þó lítið gengið í dag en það er nú lúxus vandamál. Vonandi kemur góða veðrið aftur fljótlega og þá ætla ég aftur upp á fjall, mér finnst lítt spennandi að fara í gráu veðri. 
Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Við búum á einstökum stað 😉

    Ótrúlega flott mynd af bænum okkar. Ég sigraði fjallið fyrir 2 árum. Veit ekki hvort ég treysti mér í það aftur 😉 hehehe

    Bestu kveðjur,
    Sólrún Perla

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *