Afmælisdekur á Hótel Rangá

**Ég fékk dvölina að gjöf frá hótelinu.

Ég varð þrítug í maí og fékk boð um að dvelja á Hótel Rangá sem ég gat ómögulega staðist, við höfum farið þangað margoft að borða en aldrei gist því við dveljum mikið á Hvolsvelli svo það er alltaf stutt að fara þangað – en við elskum að fara þangað bæði í hádegis og kvöldmat. Það tekur enga stund að að keyra þangað eða tæpa klukkustund frá Reykjavík og við Haddi brunuðum þangað eftir vinnu einn föstudaginn og þetta var svo næs að þið trúið því bara ekki.

Staðsetningin er auðvitað guðdómleg, útsýnið er æðislegt og það er bara svo mikil kyrrð sem fylgir þessu svæði sem ég kann vel að meta. Við gistum í nýjustu svítunni sem kallast Íslenska svítan og hún er algjört æði. Það er hugsað út í hvert smáatriði og saga fylgir nánast hverju húsgagni, sem gerði herbergið enn skemmtilegra. Við vorum í algjöru dekri frá því við mættum, byrjuðum á því að fara í heita pottinn og svo tók við stórkostleg máltíð og næsheit fram eftir kvöldi, við sátum mjög lengi að borða sem er ágætis tilbreyting en skruddurnar okkar tvær eru ekki mikið fyrir að sitja og spjalla lengi við matarboðið þegar við förum út að borða (haha skiljanlega).

Ég tók að sjálfsögðu mikið af myndum sem ég ætla að deila með ykkur en mig langaði bara að koma því að hvað það er gott að komast aðeins út á land, það þarf ekki alltaf að fara erlendis í foreldrafrí eða vinafrí, eða bara frí! Við Haddi vorum endurnærð eftir sólarhringinn og pakksödd, mjög södd eftir góða matinn 🙂 Ég er svo heppin að ég fæ að gefa heppnum lesenda/fylgjanda gjafabréf á Hótel Rangá og þú getur tekið þátt í leiknum á Instagram, þið finnið mig undir evalaufeykjaran.

Hverjum langar ekki í lúxus gistingu á Hótel Rangá og þriggja rétta máltíð að hætti kokksins og að sjálfsögðu er morgunmatur innifalinn og hann er æði! Og kampavínið líka. Jájá það má allt í fríi 🙂

Villisveppasúpan ljúffenga.
Hreindýra carpaccio. Ég hef í alvöru talað ekki smakkað betra carpaccio og mig langar helst að gera mér ferð fljótlega á Rangá, eingöngu til þess að fá mér þennan rétt!


Þessi réttur var virkilega gómsætur og skemmtilegur, ég elska svona matreiðslu. Þetta er grafinn þorskur með reyktum silungahrognum , sítrónufroðu og sólseljuolíu.
Haddi fékk sér nautalund sem var svo safarík og bragðgóð, jömm!


Einn besti fiskréttur sem ég hef smakkað og hver biti kom skemmtilega á óvart, virkilega gott! Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, steiktu spergilkáli, granóla og hvítvínssósu.

Vorum við ekkert södd eftir alla réttina? Absalútt. En það er alltaf pláss fyrir eftirrétt í okkar huga og mamma mía hvað þeir voru góðir. Haddi var mjög ánægður með sína súkkulaðiköku.
Baked Alaska!! Hjálpi mér hvað þetta var gott! Fullkomið með kaffibollanum og rauðvíninu.
Við sofnuðum snemma, pakksödd og vöknuðum við ljúfan fuglasöng. Þetta hljómar eins og klisja, en þetta var þannig!

Ég er að átta mig á því núna á meðan ég skrifa þessa færslu að fyrsti gjafaleikurinn á þessu bloggi fyrir sex.. sjö árum var einmitt gjafabréf út að borða á Hótel Rangá.

En ef ykkur langar í gjafabréf á Rangá þá hoppið þið inn á Instagrammið mitt, en.. to.. tre!

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *