Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu

 

Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur.


Hráefni:

300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar
1 lárpera, vel þroskað
1 mangó, vel þroskað

Blandað salat
1 dl límónusafi
¾ dl sojasósa
½ rautt chili
1 ½ msk kóríander
¼ tsk rifið engifer
1 msk vorlaukur, smátt skorinn
sesamfræ, ristuð

Aðferð
Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk.
Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt fat eða litla diska. Setjið sósuna í skál sem er fyrir miðju á fatinu og raðið meðlætinu í kringum skálina.Ristið sesamfræ á pönnu og dreifið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *