Byrjun á nýju ári

Loksins fann ég myndavélasnúruna mína svo nú get ég deilt með ykkur myndum kæru vinir. Byrjum bara árið á myndum sem ég tók í morgun, dagurinn í dag hefur farið í að plana næstu vikur og mánuði. Já, ég er ein af þeim sem verð að skrifa allt niður og skipuleggja mig vel og vandlega, annars fer allt í kaós. Verkefni morgundagsins er meðal annars að kaupa dagbók, já það er ekki nóg að skrifa plönin niður í tölvuna mér finnst eiginlega betra að nota gömlu góðu dagbókina. 
Árið byrjar vel, janúar er alltaf að mínu mati svolítið grár mánuður en hann hefur verið ansi ljúfur hingað til. Veðrið er líka búið að vera svo fínt og ég hef byrjað daginn á því að fara í sund og það er svo hressandi. Mikið er líka gott þegar sólin skín, ég hlakka til vorsins. 
Það eru nóg af verkefnum framundan og ég hlakka til að deila þeim með ykkur. Fyrsta verkefnið mitt hér á blogginu er að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri súpu. Ég smakkaði súpuna hjá vinkonu minni í vikunni og uppskriftin verður komin hingað inn á bloggið í kvöld. Dásamleg kjúklingasúpa með kóríander, ferskum avókadó og stökkum tortilla vefjum. 
Ég vona að árið fari vel af stað hjá ykkur.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir 

Endilega deildu með vinum :)