Hvernig er annað hægt en að vippa sér út í sólbað í smá stund þegar að veðrið er svona yndislegt….
Hvernig er annað hægt en að vippa sér út í sólbað í smá stund þegar að veðrið er svona yndislegt….
Lagaði mér ansi gott pasta í hádeginu – mjög simpúlt. Heilhveitipasta – spínat og ferskur mozzarella (mig vantaði sárlega kirsuberjatómata, þeir verða memm næst) Pasta soðið – spínatið svo hitað aðeins og ferskur mozzarella… Salt&pipar auðvitað líka! og ólífuolía.
Jumm to the Í. Vaknaði við sólargeislana í morgun sem var dásamlegt – dreif mig út á pall með skólabækurnar og naut þess að sitja úti í blíðunni. Svo var auðvitað skellt sér í sund með fögrum píum og í lunch með Helenu minni. Lövlí byrjun á góðu sumri. Vonandi…
Bláberjahafrapönnsurnar mínar
Þessi helgi hefur liðið ansi fljótt og verið frekar skemmtileg. Ég fór í mitt fyrsta æfingaflug í gærmorgun, ferðinni var heitið til Lundúna. Spennan leyndi sér ekki, svaf agalega lítið um nóttina en þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og við lærðum ansi margt. Hlakka rosa til að fara að fljúga…