Torvehallerne

Torvehallerne er stærsti matarmarkaðurinn í Kaupmannahöfn, ég naut þess að labba um og skoða, þefa og smakka ljúffengan mat. Það eru 60 mismunandi staðir í Torvehallerne svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. 
Agnes cupcakes – ein krúttlegasta bollakökubúð sem ég hef séð. Kökurnar eru dásamlegar góðar. 

Fengum okkur smurbrauð og skáluðum fyrir Fríðu sem átti afmæli þennan dag. 
Algjört beauty
Mæli með að þið farið í Torvehallerne ef þið eruð á leið til Kaupmannahafnar. Algjört himnaríki fyrir sælkera. 
Nú erum við að pakka niður og leiðin liggur heim í dag, þetta hefur verið stórkostleg ferð og við erum ansi hátt uppi í dag vegna þess að við vorum á svo frábærum tónleikum í gærkvöldi með Beyonce. Almáttugur hvað hún er flott, ég lét inn myndband á Facebook síðu bloggsins. Hér getið þið skoðað það.  
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • Sæl Eva,
    mig langaði að spurja þig um ráð! nú er ég að fara að halda veislu og ætla að hafa bollakökur, súkkulaði með smjörkremi.. Er mér óhætt að baka þær daginn fyrir og þá setja kremið líka þá? eða geymast þær illa?

    • Sæl. Það er í góðu lagi að setja kremið á deginum áður, geymdu þær í kæli en passaðu það að taka þær út 1 – 2 klst. áður en þú ætlar að bera þær fram. Gangi þér vel í bakstrinum 🙂

      Bestu kveðjur,

      Eva

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *