Torvehallerne er stærsti matarmarkaðurinn í Kaupmannahöfn, ég naut þess að labba um og skoða, þefa og smakka ljúffengan mat. Það eru 60 mismunandi staðir í Torvehallerne svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.
Agnes cupcakes – ein krúttlegasta bollakökubúð sem ég hef séð. Kökurnar eru dásamlegar góðar.
Fengum okkur smurbrauð og skáluðum fyrir Fríðu sem átti afmæli þennan dag.
Algjört beauty
Mæli með að þið farið í Torvehallerne ef þið eruð á leið til Kaupmannahafnar. Algjört himnaríki fyrir sælkera.
Nú erum við að pakka niður og leiðin liggur heim í dag, þetta hefur verið stórkostleg ferð og við erum ansi hátt uppi í dag vegna þess að við vorum á svo frábærum tónleikum í gærkvöldi með Beyonce. Almáttugur hvað hún er flott, ég lét inn myndband á Facebook síðu bloggsins. Hér getið þið skoðað það.
xxx
Eva Laufey Kjaran