TORTILLABITAR MEÐ RJÓMAOSTI

Innihald:
500 g rjómaostur
1 stk lítill blaðlaukur
1 stk lítil rauð paprika
1 mexíkóostur
3 dl pepperoni, smátt saxað
1 krukka salsasósa

1/2 rauðlaukur
Nachos flögur, magn eftir smekk
6 stk tortillakökur (6-8 stk)

Kóríander til skrauts, má sleppa.

Aðferð:

Skerið hráefnin mjög smátt og hrærið öllu saman við rjómaostin

Smyrjið fyllingunni á tortillavefjur, setjið smá af salsasósu yfir og myljið sömuleiðis nachos flögum yfir.

Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita. Skreytið gjarnan með kóríander.

Njótið vel og Áfram Ísland!!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *