Eva Laufey X Local

ÞESSI FÆRSLA ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ LOCAL

Ég er ótrúlega ánægð að kynna þetta samstarf sem hófst í apríl en þið finnið þrjú salöt sem ég setti saman á matseðli LOCAL út júnímánuð. Ég elska að setja saman gómsæt og góð salöt sem gleðja augað. Það þarf nefnilega alls ekki að vera leiðinlegt að borða salöt eins og þið vitið, en bara ef það var ekki á hreinu að þá er það komið á hreint núna 🙂 Ég var ekki lengi að segja já við þessu samstarfi þar sem ég hef verið fastakúnni hjá Local í nokkur ár og treysti þeim mjög vel þar sem ég veit að gæðin eru í fyrirrúmi.

Salötin eru þrjú og eru afar ólík, ég setti saman mín uppáhalds og ég vona heitt og innilega að þið eigið eftir að prófa og njóta vel. Pestó salat, spicy núðlusalat og mexíkóskt salat, en ekki hvað? Það tók mig smá tíma að setja þau saman og ég hef öruggleg aldrei borðað jafn mikið og oft salöt á þessu tímabili, sem er bara mjög gott. Það er nauðsynlegt að borða hollt og gott, þá er líka enn betra að fá sér súkkulaði á milli (samviskan er miklu betri hehe)

Þið finnið salötin hjá Local núna í maí og í júní.

Góða helgi kæru lesendur.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *