Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo…
Þegar að ég kom heim úr skólanum þá langaði mig í eitthvað svakalega gott. Ég átti nóg af grænmeti og afganga af kjúkling þannig ég ákvað að laga mér speltpizzu með allskyns gúmmilaði. Ótrúlega einfalt og fljótlegt. Speltpizzubotn. (Uppskrift frá Sollu á grænum kosti) 250.gr Speltmjöl 2 msk. Ólívu olía…
Þennan bragðmikla, litríka og ljúffenga fiskrétt gerði mamma mjög oft þegar ég var yngri. Við systkinin nutum þess virkilega að borða hann og það var hart barist um síðasta bitann. Þetta var vinsæll réttur sem allir kunna að meta. Fiskrétturinn hennar mömmu 1 msk ólífuolía 800 g fiskur t.d. ýsa…
Matarboð með góðum vinum er eitt af því yndislegasta sem ég veit um. Í gærkvöldi bauð ég bestu vinum mínum í mat. Við hittumst sjaldan öll saman og þegar að það gerist þá er ansi gaman hjá okkur. Við höfum verið góðir vinir frá því að við vorum lítil, og…
Fiskibollur. Mér finnst þær ansi góðar, að vísu gerir enginn betri bollur en amma Stína .Mmm, þær eru dásamlegar. Í kvöld var fiskibollukvöld. Haddinn minn borðar þær og það gleður mig mjög svo mikið þegar að hann borðar matinn minn. Pínu matvandur greyið. Erfitt fyrir sælkerann að skilja fólk sem er…
Ég er ansi mikið fyrir lasagne, gaman hvað það er hægt að útbúa það á marga vegu. Í kvöld þá lagaði ég mér grænmetis-lasagne í fyrsta sinn. Það lukkaðist vel að mínu mati og gat ég smjattað út í eitt. Einfalt, fljótlegt, hollt, gómsætt og ódýrt. Erum við ekki annars…
Fish-fajita Ég ákvað að gera vel við mig í kvöld og fá mér eitthvað ótrúlega gott að borða, fiski fajita er eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég byrja á því að marinera ýsu. Set olíu í plastpoka (svona nestispoka) bæti síðan við salt, pipar, basiliku, steinselju,…
Bíóklúbburinn ákvað að gera vel við sig í gær. Við elduðum dýrindis lasagne. Mexican – style. Ótrúlega gott, Agla Sigríður kom okkur á lagið með þennan dýrindis rétt. Mikil ósköp sem það var ljúft! xxx Uppskrift: Fyrir 6 manns. 1 pakki kjúklingabringur 1 x rauðlaukur 1x askja af sveppum…
Ég elska pasta… Mér finnst það alltaf gott. Sérlega í rjómalöguðum stíl! Jummí. En maður reynir að vera skynsamur í sambandi við rjómann, eins yndislegur og hann er. Ég fæ mér ansi oft pasta.. mjög simpúlt og ekkert of óhollt. Vitaskuld er pasta ekkert hollt – en það er ekkert…